„Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 15:45 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa komist lengst af íslenskum kylfiingum. GSÍ myndir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði þeim frábæra árangri í gær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki, DP World Tour. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem nær þessum árangri en Birgir Leifur Hafþórsson, náði tvívegis að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni. Fyrst árið 2006 og aftur ári síðar. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgir Leif um spurði hann hvort hann hafði verið að fylgjast með Guðmundi á úrtökumótinu. „Já heldur betur. Ég skil það núna hvað það er að vera spenntur hinum megin við borðið og nánast eyðileggja refresh takkann á tölvunni og símatækinu sínu. Á einum fundi þá sagði ég: Ég verð að fá að sjá þetta en þá átti hann tvær holur eftir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. „Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft. Ég veit hvernig honum líður í dag því það er mikið spennufall og verður það næstu daga,“ sagði Birgir Leifur. Þetta var sex daga törn hjá Guðmundi. Hann var búinn að spila þetta mjög vel en var Birgir Leifur einhvern tímann stressaður að hausinn færi hjá honum. „Nei. Ég veit hvað í honum býr og þessi golfvöllur hentar honum mjög vel. Hann er með þannig leik að honum líður ágætlega á þessum velli. Ég sá líka hvað hann er búinn að leggja inn í þetta. Hann er búinn að vera duglegur að æfa og leggja allt í þetta,“ sagði Birgir. „Ég vissi það að þegar hann fengi smjörþefinn þá hafði ég þetta alltaf á tilfinningunni. Auðvitað hefði maður orðið rosalega svekktur af því að það mátti ekki mikið út af bregða. Það getur allt gerst í íþróttum,“ sagði Birgir „Ég vissi það að ef það myndi gerast þá myndi það ekki vera hausinn heldur óheppnismistök eða eitthvað. Ég hafði alltaf trú á þessu,“ sagði Birgir. Hversu stórt er það að komast inn á Evrópumótaröðina? „Þetta er frábært skref og risastórt skref fyrir íslenskt golf. Við erum enn þá ung þjóð í þessu að ég hafi verið sá fyrsti og við séum að fá aftur mann inn þá sýnir það að við erum bara að taka þessu fyrstu skref. Vonandi tekur hann þetta enn þá lengra og fleiri sem fylgja í kjölfarið. Haraldur [Franklín] komi bara strax á eftir og Bjarki [Pétursson],“ sagði Birgir. „Svo að yngri kynslóðin sjái að þetta er að verða möguleiki. Þetta væri ekkert hægt nema með stuðningsaðilunum eins og Forskot sem er alveg ómetanlegt fyrir þessa krakka,“ sagði Birgir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Leif Hafþórsson um afrek Guðmundar Golf Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem nær þessum árangri en Birgir Leifur Hafþórsson, náði tvívegis að komast í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni. Fyrst árið 2006 og aftur ári síðar. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgir Leif um spurði hann hvort hann hafði verið að fylgjast með Guðmundi á úrtökumótinu. „Já heldur betur. Ég skil það núna hvað það er að vera spenntur hinum megin við borðið og nánast eyðileggja refresh takkann á tölvunni og símatækinu sínu. Á einum fundi þá sagði ég: Ég verð að fá að sjá þetta en þá átti hann tvær holur eftir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. „Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft. Ég veit hvernig honum líður í dag því það er mikið spennufall og verður það næstu daga,“ sagði Birgir Leifur. Þetta var sex daga törn hjá Guðmundi. Hann var búinn að spila þetta mjög vel en var Birgir Leifur einhvern tímann stressaður að hausinn færi hjá honum. „Nei. Ég veit hvað í honum býr og þessi golfvöllur hentar honum mjög vel. Hann er með þannig leik að honum líður ágætlega á þessum velli. Ég sá líka hvað hann er búinn að leggja inn í þetta. Hann er búinn að vera duglegur að æfa og leggja allt í þetta,“ sagði Birgir. „Ég vissi það að þegar hann fengi smjörþefinn þá hafði ég þetta alltaf á tilfinningunni. Auðvitað hefði maður orðið rosalega svekktur af því að það mátti ekki mikið út af bregða. Það getur allt gerst í íþróttum,“ sagði Birgir „Ég vissi það að ef það myndi gerast þá myndi það ekki vera hausinn heldur óheppnismistök eða eitthvað. Ég hafði alltaf trú á þessu,“ sagði Birgir. Hversu stórt er það að komast inn á Evrópumótaröðina? „Þetta er frábært skref og risastórt skref fyrir íslenskt golf. Við erum enn þá ung þjóð í þessu að ég hafi verið sá fyrsti og við séum að fá aftur mann inn þá sýnir það að við erum bara að taka þessu fyrstu skref. Vonandi tekur hann þetta enn þá lengra og fleiri sem fylgja í kjölfarið. Haraldur [Franklín] komi bara strax á eftir og Bjarki [Pétursson],“ sagði Birgir. „Svo að yngri kynslóðin sjái að þetta er að verða möguleiki. Þetta væri ekkert hægt nema með stuðningsaðilunum eins og Forskot sem er alveg ómetanlegt fyrir þessa krakka,“ sagði Birgir. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Leif Hafþórsson um afrek Guðmundar
Golf Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira