Leikið verður í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía.
Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum.
Núna er leikið er heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu).
Núna í nóvember á Ísland sína næstu tvo leiki á dagskránni, fyrst verður leikið á útivelli gegn Spáni þann 24. nóvember í Huelva, og svo hér heima gegn Rúmeníu. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:30 og verður í beinni á RÚV.
Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni en Tinna hefur skorað 15,7 stig að meðaltali í leik í Subway deildinni í vetur.
Topplið Keflavíkur, sem hefur unnið alla tíu leiki sína í vetur, á bara einn leikmann í hópnum en það Anna Ingunn Svansdóttir. Bæði Haukar og Valur eiga fleiri leikmenn í hópnum.
Hin nítján ára gamla Diljá Ögn Lárusdóttir er í hópnum þrátt fyrir að spila ekki í efstu deild en hún hefur skorað 26,9 stig í leik með Stjörnunni sem hefur unnið alla leiki sína í 1. deildinni í vetur.
- Íslenska liðið er þannig skipað:
- Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2 landsleikir)
- Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (6)
- Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (12)
- Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (4)
- Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (2)
- Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (4)
- Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (2)
- Hildur Björg Kjartansdóttir · BC Namur-Capitale, Belgíu (36)
- Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (8)
- Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (26)
- Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (Nýliði)
- Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (25)