Myndin var frumsýnd á laugardag á hátíðinni og eins og kom fram hér á Vísi var fullt út úr húsi á sýningunni. Myndin er einnig komin með einn fjögurra stjörnu dóm frá Tallin.
Hera fer með aðalhlutverk í myndinni og hefur hlotið einróma lof fyrir leik sinn í myndinni. Hera er á fullu að leika og vinnur erlendis undir listamannsnafninu Hera Hilmar. Á dögunum var sýndur lokaþátturinn af þriðju þáttaraðar See, þar sem hún fer með aðahlutverk á móti Jason Mamoa.

Hera og Sam búa erlendis og eru lítið fyrir að deila einkalífinu á samfélagsmiðlum og birta ekki oft myndir af hvort öðru á Instagram. Þau hafa þó verið par í mörg ár og hér fyrir neðan má sjá krúttlega mynd af þeim frá árinu 2018.