Við kynnum til leiks áttugustu og þriðju útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu laufléttar spurningar.
Landslið hvaða þjóðar hafði óvænt betur gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu á HM í knattspyrnu í vikunni? Hver er landsþekktur nafni ungs og athafnasams vöruflutningabílstjóra?
Hvaða forsætisráðherra Norðurlandaþjóðar heimsótti Ísland í vikunni? Á hvaða teiknimyndasögum hafa verið gerðar umdeildar breytingar í nýrri þýðingu?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.