„Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna“ Elísabet Hanna skrifar 30. nóvember 2022 12:00 Árni Þór fann að hann tresyti sér vel í verkefnið. Aðsend Leikarinn Árni Þór Lárusson hafði nokkra klukkutíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk Utangarðs Bubba í söngleiknum Níu líf á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þegar Covid stóð sem hæst setti Borgarleikhúsið af stað staðgengla skipulag. Þá stóðu þau frammi fyrir því að líklegt væri að einhver af leikurunum væri að fara að veikjast á þeim tíma. Þegar staðan var sú var Árni Þór vel undirbúinn að taka við hlutverkinu en síðan er liðið ár og aldrei kom kallið. View this post on Instagram A post shared by Arni Thor Larusson (@arnilar123) Símtalið kom Það var svo á fimmtudaginn síðasta sem símtalið kom. Leikarinn Björn Stefánsson, sem fer með hlutverk Utangarðs Bubba, varð veikur og endaði á spítala og gat ekki komið fram. „Ég fór upp í leikhús og tók stöðufund með þeim. Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna. Ég fann að ég treysti mér vel í þetta verkefni og við tókum ákvörðun um að kýla á þetta,“ segir Árni Þór í samtali við Vísi. Kominn í gallann og tilbúinn á sviðið.Aðsend Aðeins nokkrir klukkutímar til stefnu Aðeins voru nokkrir klukkutímar til stefnu og við tók mikil vinna. Blessunarlega pössuðu allir búningarnir á hann og leikstjórinn Ólafur Egill fór vel með honum yfir allt það helsta. „Það var eiginlega ótrúlegt að þetta var allt í minninu, það kom mér sjálfum á óvart að textinn var bara til staðar,“ segir Árni um hlutverkið. Hann segist hafa verið mjög fókuseraður, stigið á sviðið og gleymt öllu öðru og hafi því varla verið var við stress í þessum aðstæðum. „Ég er mjög glaður og þakklátur að hafa fengið þetta traust frá leikhúsinu, þetta var ótrúlega gaman og gekk mjög vel.“ Hann segir samvinnuna milli leikara, tæknifólks og starfsfólks leikhúsins sem þurfti að eiga sér stað til þess að svona gangi upp vera mikla og hún hafi verið til fyrirmyndar. Mynd frá sýningunni þar sem Árni var í hlutverkinu.Aðsend Mikil ábyrgð á leikurum „Það var ótrúlega góð orka í salnum, ég er mjög sáttur og við erum öll ótrúlega glöð og sátt með þetta, held ég,“ segir hann og hlær. Kvöldið eftir endurtók hann leikinn. „Það gleymist oft að ræða þessa miklu ábyrgð sem er sett á leikara í stórum keyrslu sýningum. Í Níu Líf eru leikararnir allir búnir að standa vaktina í 170 sýningum og það er ekkert grín. Þetta staðgenglakerfi er mjög sniðugt því það er ótrúlega gott að vita af því að einhver grípur mann ef það koma upp veikindi. Að sýningin falli ekki niður ef þú ert veik/ur/t,“ segir Árni að lokum en slíkt kerfi er algengt í leikhúsum erlendis. Sýningin gekk eins og í sögu.Aðsend „Ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir“ Árni Þór var ekki eini leikarinn sem stökk inn í sýninguna með litlum fyrirvara, því leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir hljóp í skarðið fyrir aðra leikkonu sem hafði veikst. „Síðustu tvær helgar voru ævintýralegar og okkar starfsfólk sýndi framúrskarandi vinnubrögð á öllum vígstöðvum. Þegar tveir af aðalleikurum Níu lífa veiktust þá stigu Katrín Mist Haraldsdóttir og Árni Þór Lárusson inn með örskömmum fyrirvara, léku, sungu og dönsuðu og svo það sé ekki nóg þá spilaði Árni Þór líka á munnhörpu í Afgan. Það er ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. „Það þarf afl, vandvirkni og ekki síst jákvæðni til að stíga inn í svona stóra ábyrgð. Við erum svo heppin að vera hér með fullt hús af hæfileikaríku fólki sem segir já. Það var hrein unun að fylgjast með vinnu Árna Þórs og Katrínar Mistar. Þetta er töframáttur leikhússins í sinni tærustu mynd.“ Leikhús Menning Tengdar fréttir Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01 Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48 Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30 Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Þegar Covid stóð sem hæst setti Borgarleikhúsið af stað staðgengla skipulag. Þá stóðu þau frammi fyrir því að líklegt væri að einhver af leikurunum væri að fara að veikjast á þeim tíma. Þegar staðan var sú var Árni Þór vel undirbúinn að taka við hlutverkinu en síðan er liðið ár og aldrei kom kallið. View this post on Instagram A post shared by Arni Thor Larusson (@arnilar123) Símtalið kom Það var svo á fimmtudaginn síðasta sem símtalið kom. Leikarinn Björn Stefánsson, sem fer með hlutverk Utangarðs Bubba, varð veikur og endaði á spítala og gat ekki komið fram. „Ég fór upp í leikhús og tók stöðufund með þeim. Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna. Ég fann að ég treysti mér vel í þetta verkefni og við tókum ákvörðun um að kýla á þetta,“ segir Árni Þór í samtali við Vísi. Kominn í gallann og tilbúinn á sviðið.Aðsend Aðeins nokkrir klukkutímar til stefnu Aðeins voru nokkrir klukkutímar til stefnu og við tók mikil vinna. Blessunarlega pössuðu allir búningarnir á hann og leikstjórinn Ólafur Egill fór vel með honum yfir allt það helsta. „Það var eiginlega ótrúlegt að þetta var allt í minninu, það kom mér sjálfum á óvart að textinn var bara til staðar,“ segir Árni um hlutverkið. Hann segist hafa verið mjög fókuseraður, stigið á sviðið og gleymt öllu öðru og hafi því varla verið var við stress í þessum aðstæðum. „Ég er mjög glaður og þakklátur að hafa fengið þetta traust frá leikhúsinu, þetta var ótrúlega gaman og gekk mjög vel.“ Hann segir samvinnuna milli leikara, tæknifólks og starfsfólks leikhúsins sem þurfti að eiga sér stað til þess að svona gangi upp vera mikla og hún hafi verið til fyrirmyndar. Mynd frá sýningunni þar sem Árni var í hlutverkinu.Aðsend Mikil ábyrgð á leikurum „Það var ótrúlega góð orka í salnum, ég er mjög sáttur og við erum öll ótrúlega glöð og sátt með þetta, held ég,“ segir hann og hlær. Kvöldið eftir endurtók hann leikinn. „Það gleymist oft að ræða þessa miklu ábyrgð sem er sett á leikara í stórum keyrslu sýningum. Í Níu Líf eru leikararnir allir búnir að standa vaktina í 170 sýningum og það er ekkert grín. Þetta staðgenglakerfi er mjög sniðugt því það er ótrúlega gott að vita af því að einhver grípur mann ef það koma upp veikindi. Að sýningin falli ekki niður ef þú ert veik/ur/t,“ segir Árni að lokum en slíkt kerfi er algengt í leikhúsum erlendis. Sýningin gekk eins og í sögu.Aðsend „Ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir“ Árni Þór var ekki eini leikarinn sem stökk inn í sýninguna með litlum fyrirvara, því leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir hljóp í skarðið fyrir aðra leikkonu sem hafði veikst. „Síðustu tvær helgar voru ævintýralegar og okkar starfsfólk sýndi framúrskarandi vinnubrögð á öllum vígstöðvum. Þegar tveir af aðalleikurum Níu lífa veiktust þá stigu Katrín Mist Haraldsdóttir og Árni Þór Lárusson inn með örskömmum fyrirvara, léku, sungu og dönsuðu og svo það sé ekki nóg þá spilaði Árni Þór líka á munnhörpu í Afgan. Það er ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. „Það þarf afl, vandvirkni og ekki síst jákvæðni til að stíga inn í svona stóra ábyrgð. Við erum svo heppin að vera hér með fullt hús af hæfileikaríku fólki sem segir já. Það var hrein unun að fylgjast með vinnu Árna Þórs og Katrínar Mistar. Þetta er töframáttur leikhússins í sinni tærustu mynd.“
Leikhús Menning Tengdar fréttir Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01 Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48 Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30 Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01
Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48
Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30
Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10