Heimsmeistaramótið í fótbolta stendur nú yfir í Katar eins og frægt er. Nýjasta heimsmeistaramótið til að fara til Katar er HM í borðtennis.
Qatar wins bid to host 2025 World Table Tennis Championships#Qatar #TABLETENNIS https://t.co/Wyvo3MIr70
— The Peninsula Qatar (@PeninsulaQatar) December 7, 2022
Alþjóða borðtennissambandið samþykkti á ársþingi sínu að senda HM til Katar. Katar hafði betur í baráttunni við spænsku borgina Alicante og fékk 57 atkvæði á móti 39.
Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt Katar harðlega undanfarin ár fyrir meðferð sína á farandverkafólki og afstöðu sína gagnvart LGBT fólki.
Það breytir því ekki að Katar er enn að tryggja sér heimsmeistaramót á árinu 2022.
HM í borðtennis árið 2025 verður haldið í Katar.
Þar með hefur Katar á undanförnum árum haldið HM í sundi, HM i frjálsum íþróttum, HM í handbolta og svo auðvitað HM í fótbolta.
The 2025 International Table Tennis Federation (ITTF) World Table Tennis Championships Finals will be staged in Doha, Qatar following a vote from member associations on Tuesday at the Annual General Meeting in Amman, Jordan. pic.twitter.com/jir3Ocicb8
— IANS (@ians_india) December 7, 2022