Á morgun verður hægari vindur, en norðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu seint annað kvöld með éljum norðan- og austanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él á Austurlandi. Norðaustan 5-10 m/s um kvöldið með éljum norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig.
Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 og dálítil él. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, en þykknar upp syðst á landinu síðdegis. Frost 2 til 12 stig.
Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 m/s. Él norðan- og austanlands, og einnig syðst á landinu, en þurrt og bjart á Vesturlandi. Áfram kalt.
Á fimmtudag og föstudag: Norðlæg eða breytileg átt og él, en yfirleitt þurrt og bjart um landið sunnanvert. Kólnar enn frekar í veðri.
Á laugardag: Breytileg átt og dálítil snjókoma, en þurrt að kalla austanlands. Dregur úr frosti.