
Ronni var, eins og Tómas lýsir, byrjaður að láta að sér kveða á síðasta ári en skaust ekki upp á stjörnuhimin Twitter fyrr en á þessu ári, þegar hann fór úr nokkrum tugum fylgjenda í vel á fjórða þúsund.
En hver er Ronni? Tómas lýsir því svona: „Hann er úr þessum nýja armi á Twitter, sem er svona handrukkara og fyrrum-neyslu-Twitter, en með sterka AA-slagsíðu núna. Hann er svona dálítið foringinn þar núna og er að tísta mikið um fyrri reynslu, þegar hann var í undirheimum og svoleiðis.
Þessi nýi armur hefur að sögn Siffa sterka stöðu á þessum síðustu og verstu tímum, því að þeim er óhætt að lenda í deilum á Twitter - þær eru ekkert á við það sem þeir þekki úr fyrra lífi: „Það er ekki hægt að cancella þeim. Þeir eru óslaufanlegir.“

Tístið hér að neðan er gleðilegur áfangi í lífi Ronna, sem hefur nú um jólaleytið náð þeim árangri að vera í heilt ár án vímuefna. Ísland í dag óskar honum til hamingju með áfangann.
1 ár edru í dag, aldrei liðið betur og aldrei verið með fleirri tækifæri í höndunum, þakklátur að vakna ekki á tenerife -3 kúlur með harðsperrur í kjálkanum. pic.twitter.com/6MxX614sb6
— / ronni turbo gonni / (@ronniturbogonni) December 11, 2022