Staðfesti Benedikt Gunnar þetta sjálfur í viðtali við íþróttadeild Morgunblaðsins fyrr í kvöld. Hann mun fara í frekari myndatökur á morgun, fimmtudag, þar sem athugað verður með liðbandsmeiðsli.
Íslandsmeistarar Vals voru án lykilmanna þegar þeir mættu Ystad og urðu á endanum að lúta í gras eftir góða frammistöðu.
Arnór Snær, bróðir Benedikts Gunnars, stal senunni í gærkvöld en hinn tvítugi Benedikt hefur staðið sig með prýði í Evrópu. Skoraði hann meðal annars níu mörk gegn Flensburg og átta mörk gegn Ferencváros.