Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 91-69 | Blikar frystir á Egilsstöðum Pétur Guðmundsson skrifar 15. desember 2022 22:00 Höttur vann frábæran sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki Leikurinn byrjaði rólega og ekki mikið skorað. Breiðablik komust í 2-5 forystu en svo náði Höttur undirtökunum. Fyrsti leikhluti var hálfnaður þegar fyrsta villa var dæmd og það virtist hleypa illu blóði í menn. Höttur komust í 14-8 og mótlæti virtst fara illa í Blika. Höttur hins vegar bætu bara í og raunar leiddu allt til loka. Matej Karlovic var allt í öllu fyrir Hattarmenn í fyrri hálfleik og var komin með 18 stig í hálfleik. Tim Guers var svo drjúgur fyrir Hött, hann var komin með 8 fráköst og 5 stoðsendingar og reyndi aðeins 1 skot í fyrri hálfleik . Hjá Breiðablik gekk lítið og var Danero Thomas sem leiddi liðið með 6 stig. Staðan í hálfleik 40-26. Mestu munaði um að þriggjastiga nýting liðanna var ójöfn. Höttur var 8 af 18 á meðan Breiðablik var 6 af 22. Í seinni hálfleik var svo meira af því sama. Höttur spilaði stífan varnarleik og Blikar virtust ætla að skjóta sig inní leikinn en skotin vildu bara ekki niður. Höttur hafði yfirburði í fráköstunum og Blikar fengu því fá aukatækifæri. Um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðin 25 stig, 63-38 og Blikar áttu fá svör við varnarleik Hattar. Hjá Breiðablik var það Jeremy Smith sem reyndi að setja í hetju-gírinn og reyndi mikið. Hann keyrði oft inní vörnina en komst lítið áleiðis. Hjá Hetti var samstilltara átak og allir lögðu í púkkið þó að Tim Guers hafi farið fyrir sínum mönnum og sett 12 stig. Fyrir síðasta leikhlutan var Höttur með 19 stiga forskot en samt ekki hægt að afskrifa Breiðablik enn þeir þekktir fyrir að skora í kippum. Þeir reyndu ýmsar útfærslur af bæði varnar og sóknarleik eins og að keyra upphraðan eftir bæði skoraðar körfur og klikkuð skot en aldrei minnkaði munurinn teljanlega. Þá reyndu þeir á fara stoppa klukkuna með því að brjóta og leit á tímabili út fyrir að leikurinn yrði fram að miðnætti. Allt kom þetta fyrir ekki og Hattarmenn sýndu mikla einbeittingu og voru vel samstilltir. Stig skor dreifðist mjög jafnt og niðurstaðan varð sannfærandi sigur á einu af toppliðum deildarninnar, lokatölur 91- 69. Lykilatriðin Þriggja stiga nýting gestanna langt undir þeirra meðaltölum. Þeir virtust ekki hafa neina trú á skotinu sínu í kvöld en það virðist samt ekki stoppa þá í að skjóta. Höttur náði að halda Breiðablik 34 stigum undir sínu meðaltali í kvöld. Það verður því að nefna varnarleik Hattar manna sem leit ansi vel út. Höttur saltaði frákastabarráttuna: Höttur 11 sóknar-/41 varnarfráköst. Breiðablik 7 sókar - / 25 varnarfráköst. Atkvæðamestir Tim Guers 21 stig , 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Matej Karlovic 18 stig. Adam Eiður 18 stig og David Ramos 17 stig. Hjá Breiðablik: Everage 19 stig og Jeremy Smith 13 stig. Subway-deild karla Höttur Breiðablik
Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki Leikurinn byrjaði rólega og ekki mikið skorað. Breiðablik komust í 2-5 forystu en svo náði Höttur undirtökunum. Fyrsti leikhluti var hálfnaður þegar fyrsta villa var dæmd og það virtist hleypa illu blóði í menn. Höttur komust í 14-8 og mótlæti virtst fara illa í Blika. Höttur hins vegar bætu bara í og raunar leiddu allt til loka. Matej Karlovic var allt í öllu fyrir Hattarmenn í fyrri hálfleik og var komin með 18 stig í hálfleik. Tim Guers var svo drjúgur fyrir Hött, hann var komin með 8 fráköst og 5 stoðsendingar og reyndi aðeins 1 skot í fyrri hálfleik . Hjá Breiðablik gekk lítið og var Danero Thomas sem leiddi liðið með 6 stig. Staðan í hálfleik 40-26. Mestu munaði um að þriggjastiga nýting liðanna var ójöfn. Höttur var 8 af 18 á meðan Breiðablik var 6 af 22. Í seinni hálfleik var svo meira af því sama. Höttur spilaði stífan varnarleik og Blikar virtust ætla að skjóta sig inní leikinn en skotin vildu bara ekki niður. Höttur hafði yfirburði í fráköstunum og Blikar fengu því fá aukatækifæri. Um miðjan þriðja leikhluta var munurinn orðin 25 stig, 63-38 og Blikar áttu fá svör við varnarleik Hattar. Hjá Breiðablik var það Jeremy Smith sem reyndi að setja í hetju-gírinn og reyndi mikið. Hann keyrði oft inní vörnina en komst lítið áleiðis. Hjá Hetti var samstilltara átak og allir lögðu í púkkið þó að Tim Guers hafi farið fyrir sínum mönnum og sett 12 stig. Fyrir síðasta leikhlutan var Höttur með 19 stiga forskot en samt ekki hægt að afskrifa Breiðablik enn þeir þekktir fyrir að skora í kippum. Þeir reyndu ýmsar útfærslur af bæði varnar og sóknarleik eins og að keyra upphraðan eftir bæði skoraðar körfur og klikkuð skot en aldrei minnkaði munurinn teljanlega. Þá reyndu þeir á fara stoppa klukkuna með því að brjóta og leit á tímabili út fyrir að leikurinn yrði fram að miðnætti. Allt kom þetta fyrir ekki og Hattarmenn sýndu mikla einbeittingu og voru vel samstilltir. Stig skor dreifðist mjög jafnt og niðurstaðan varð sannfærandi sigur á einu af toppliðum deildarninnar, lokatölur 91- 69. Lykilatriðin Þriggja stiga nýting gestanna langt undir þeirra meðaltölum. Þeir virtust ekki hafa neina trú á skotinu sínu í kvöld en það virðist samt ekki stoppa þá í að skjóta. Höttur náði að halda Breiðablik 34 stigum undir sínu meðaltali í kvöld. Það verður því að nefna varnarleik Hattar manna sem leit ansi vel út. Höttur saltaði frákastabarráttuna: Höttur 11 sóknar-/41 varnarfráköst. Breiðablik 7 sókar - / 25 varnarfráköst. Atkvæðamestir Tim Guers 21 stig , 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Matej Karlovic 18 stig. Adam Eiður 18 stig og David Ramos 17 stig. Hjá Breiðablik: Everage 19 stig og Jeremy Smith 13 stig.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu