Heimilislausir á Granda fengu snemmbúna jólagjöf á óveðurshelgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 18:47 Ragnar Erling segist hafa verið snortinn eftir að hafa séð gjafmildi almennings. Vísir/Steingrímur Dúi Heimilislaus maður segir að jólin hafi komið snemma um helgina í neyðarskýlinu á Granda. Eftir að notendur þess sendu út neyðarkall hafi samfélagið tekið sig til og gefið mönnunum rúmar hundrað þúsund krónur, eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað oft áður. Ragnar Erling Hermannsson, sem er heimilislaus, sendi snemma á laugardag út neyðarkall þar sem útlit var fyrir að heimilislausum karlmönnum yrði vísað út á gaddinn í vonskuveðri. Svo fór að borgin virkjaði neyðaráætlun sína og voru neyðarskýlin opin alla helgina. Staða heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga, ekki síst eftir neyðarkall Ragnars. Fólk deildi til að mynda reynslusögum á Twitter og fjöldi fólks lagði samfélagi heimilislausra lið. ÖMURLEGT!!! 😭😭😭 Að henda fólki út í svona veður vegna svo strangar reglna um opnunartíma gistiskíla. Það ætti vera sólarhrings opnun til að heimilislausir fái eithvað skjól í frosthörkuni.— Magnfreð Ingi Jensson 🇺🇦🇺🇦🇺🇦🇺🇦 (@JenssonMaggi) December 17, 2022 Varð stuttu áður næstum úti því ég sofnaði óvart & vildi ekki að það gerðist aftur. Þá var leigubílstjóri sem fann mig & fór með mig í skjól. Man enn eftir þegar ég vaknaði & var að erfiða við að anda, fannst hjartað vera að bugast & hvað kuldinn var stingandi sársaukafullur 2/2— Stefanía (@stefoskars) December 18, 2022 „Þetta eru strákar sem hafa aldrei á ævi sinni kynnst neinu öðru viðmóti en skömm og sektarkennd frá samfélaginu og það er eitthvað sem er algjörlega framandi fyrir þá að fara allt í einu að fá peningagjafir út úr bæ. Ég verð bara meyr þegar ég hugsa um hvað þeir voru ánægðir í gær og hvað þeir voru yndislegir, að sjá svipinn á þeim. Það er eitthvað að breytast,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Um helgina hafi safnast hundrað þúsund krónur sem hafi nýst í snemmbúnar jólagjafir fyrir notendur gistiskýlisins. Á morgun og þriðjudag er miklu hvassviðri spáð á öllum sunnan og vestanverðu landinu og allt að fimmtán stiga frosti næstu daga. Heimilislausir eru því enn í erfiðri stöðu, enda neyðarskýlin aðeins opin milli fimm síðdegis og tíu á morgnanna. Borgin hefur ekki enn tilkynnt hvort neyðaráætlun verði virkjuð og neyðarskýlin opnuð utan hefðbundins tíma næstu daga vegna veðurspárinnar. „Ég vona að þau taki rétta ákvörðun af því ég er að bjóða þeim tvo möguleika. Leyfið þeim að vera inni, ætliði virkilega að setja þá út?“ spyr Ragnar. Reykjavík Veður Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson, sem er heimilislaus, sendi snemma á laugardag út neyðarkall þar sem útlit var fyrir að heimilislausum karlmönnum yrði vísað út á gaddinn í vonskuveðri. Svo fór að borgin virkjaði neyðaráætlun sína og voru neyðarskýlin opin alla helgina. Staða heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga, ekki síst eftir neyðarkall Ragnars. Fólk deildi til að mynda reynslusögum á Twitter og fjöldi fólks lagði samfélagi heimilislausra lið. ÖMURLEGT!!! 😭😭😭 Að henda fólki út í svona veður vegna svo strangar reglna um opnunartíma gistiskíla. Það ætti vera sólarhrings opnun til að heimilislausir fái eithvað skjól í frosthörkuni.— Magnfreð Ingi Jensson 🇺🇦🇺🇦🇺🇦🇺🇦 (@JenssonMaggi) December 17, 2022 Varð stuttu áður næstum úti því ég sofnaði óvart & vildi ekki að það gerðist aftur. Þá var leigubílstjóri sem fann mig & fór með mig í skjól. Man enn eftir þegar ég vaknaði & var að erfiða við að anda, fannst hjartað vera að bugast & hvað kuldinn var stingandi sársaukafullur 2/2— Stefanía (@stefoskars) December 18, 2022 „Þetta eru strákar sem hafa aldrei á ævi sinni kynnst neinu öðru viðmóti en skömm og sektarkennd frá samfélaginu og það er eitthvað sem er algjörlega framandi fyrir þá að fara allt í einu að fá peningagjafir út úr bæ. Ég verð bara meyr þegar ég hugsa um hvað þeir voru ánægðir í gær og hvað þeir voru yndislegir, að sjá svipinn á þeim. Það er eitthvað að breytast,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Um helgina hafi safnast hundrað þúsund krónur sem hafi nýst í snemmbúnar jólagjafir fyrir notendur gistiskýlisins. Á morgun og þriðjudag er miklu hvassviðri spáð á öllum sunnan og vestanverðu landinu og allt að fimmtán stiga frosti næstu daga. Heimilislausir eru því enn í erfiðri stöðu, enda neyðarskýlin aðeins opin milli fimm síðdegis og tíu á morgnanna. Borgin hefur ekki enn tilkynnt hvort neyðaráætlun verði virkjuð og neyðarskýlin opnuð utan hefðbundins tíma næstu daga vegna veðurspárinnar. „Ég vona að þau taki rétta ákvörðun af því ég er að bjóða þeim tvo möguleika. Leyfið þeim að vera inni, ætliði virkilega að setja þá út?“ spyr Ragnar.
Reykjavík Veður Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00 „Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06 Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mannslíf í húfi Fram hefur sprottið mikil umræða að undanförnu um stöðu heimilislausra í borginni.Nú hafa nokkrir hugrakkir einstaklingar í þessari viðkvæmu stöðu gripið til þess ráðs að koma fram í fjölmiðlum og segja frá ástandinu eins og það blasir við þeim. 18. desember 2022 09:00
„Þetta er lífshættulegt ástand“ Heimilislaus karlmaður á Granda segir Reykjavíkurborg hafa ætlað að henda fólki út úr gistiskýli á Granda í snjóþungri og ískaldri borginni. Gistiskýli eru alla jafna lokuð á milli tíu og fimm á daginn. Reykjavíkurborg hafði þó opið í sólarhring í gær vegna kuldans og sagði að staðan yrði áfram metin. 17. desember 2022 12:06
Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. 15. desember 2022 20:31