„Þegar ég get ekki sofnað þá gnísti ég saman tönnunum og læt mig dreyma um daginn sem [Markle] verður látin ganga nakin um götur allra bæja í Bretlandi á meðan fólk öskrar „Skammastu þín!“ og kastar saur í hana,“ sagði Clarkson meðal annars í pistlinum.
Hann sagði að allir á hans aldri væru sama sinnis en þáttastjórnandinn varð 62 ára gamall á þessu ári.
Fjölmargir hafa fordæmt orð Clarkson á samfélagsmiðlum, þar á meðal dóttir hans, Emily Clarkson. Hún sagðist vera ósammála öllu sem fram kom í pistlinum og kvaðst standa með þeim sem beittir væru stafrænu ofbeldi.
Grínistinn John Bishop sagði orðin bersýnilega hvetja til ofbeldis gegn konum og leikkonan Kathy Burke sagði að Clarkson væri „andskotans fáviti.“ Guardian greindi frá.
