„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. desember 2022 14:01 Árni Filippusson kvikmyndatökumaður og framleiðandi segir íslenskt vinnuafl gæðastimpil í heimi kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar. Sjálfur hefur hann unnið sem kvikmyndatökustjóri að mörgum þekktum íslenskum og erlendum verkefnum, svo sem Föngum, Stellu Blómkvist, Napóleónskjölunum, Babtiste, Everything you know about love og fleiri. Vísir/Vilhelm „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. „Íslenskt vinnuafl erlendis er gæðastimpill. Enda efnið sem er að koma frá okkur af hæsta gæðaflokki. Ekki bara sumt heldur allt,“ segir Árni og vísar þar til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem síðustu árin hafa hver af annarri slegið í gegn á alþjóðavísu. Sem Árni hefur svo sannarlega nú þegar afrekað að vinna að. Því oftar en ekki má sjá nafn hans í ýmsum þekktum íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsseríum og síðustu misseri æ oftar í erlendum sjónvarpsseríum. Allt nöfn sem áhugafólk um gott sjónvarpsefni og kvikmyndir þekkir nöfnin á. Árni segir kvikmyndageirann erfiðan og sleipan metorðastiga að ganga upp. Samkeppnin mikil og ekki svigrúm til að gera mistök ef ætlunin er að fá fleiri tækifæri. Þá segir hann störfin í geiranum einkennast af því að á meðan þú ert í verkefnum vinnur þú 120% en síðan verður þú atvinnulaus þess á milli og þarft að byrja á núlli. Að minnsta kosti á meðan þú ert að vinna þig upp sem nafn. Fannst þetta frekar sjálfhverft lið Árni er fertugur og byrjaði sinn feril í kvikmyndabransanum þegar hann var rétt kominn með bílpróf. „Ég slysaðist inn í þennan geira því að þegar að ég var nýkominn með bílpróf hringdi Gísli Örn (Garðarsson) mágur minn í mig vegna verkefnis sem hann var að fara að vinna í fyrir Zikk Zakk kvikmyndagerð, samhliða því að vera í leiklistarskólanum. Gísli Örn hringdi í mig vegna þess að þeim vantaði ódýrt vinnuafl en þó einhvern sem gæti keyrt og það má segja að í þessu verkefni hafi ég kynnst flestum sem síðar urðu góðir vinir mínir í geiranum.“ Og varð þetta til þess að þér fannst alveg skýrt að þetta væri það sem þig langaði að gera? „Nei alls ekki. Mér þetta frekar sjálfhverft lið,“ segir Árni og hlær. „Mér fannst þetta satt best að segja frekar leiðinlegur geiri og hópur af fólki sem hafði lítinn skilning á því út á hvað lífið gekk. Né heldur að ég hefði skilning á því sem þau voru að gera. En svo hægt og rólega smitaðist maður af þessu.“ En hvað var það þá sem þú ætlaðir að gera þegar þú yrðir stór? „Mín lífstefna var alltaf að fara í sálfræðina. Og ég var ákveðin í því þótt það hefði fylgt því þegar að ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð að vera að fikta í kvikmyndagerð. Í videóklúbbnum og í alls konar unglingakvikmyndagerð. Handritagerðin og ljósmyndun kitlaði mig sérstaklega. Eftir stúdent ákvað ég að fara í kvikmyndanám til Danmerkur og reyna að átta mig á því hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að leggja fyrir mig.“ Árni hóf nám við EFS í Danmörku og fyrsta daginn hitti hann fyrir annan nemanda sem síðar varð að góðum vini og viðskiptafélaga, Davíð Óskar Ólafsson. „Við vissum reyndar hvorugir að við værum báðir Íslendingar þannig að fyrstu mínúturnar sem við ræddum saman töluðum við á ensku. Höfum oft hlegið af þessu síðan.“ Eftir námið í EFS fór Árni að vinna í sjónvarps- kvikmyndageiranum í Danmörku og svo átti einnig um Davíð. Verkefnin voru alls kyns og hlutverkin eftir því. Enda tveir ungir menn og með öllu óþekktir. „Kvikmyndageirinn er erfiður metorðastigi að labba upp og sleipur. Maður byrjar neðarlega í starfstiganum og í Danmörku vann ég því við alls kyns hlutverk eins og að aðstoða við kvikmyndatöku, við lýsingu og fleira. Þetta er geiri sem þú vandar þig við að gera sem fæst mistök í enda litlar eða jafnvel engar líkur á að þú fáir í kjölfarið fleiri tækifæri,“ segir Árni og bætir við: „Það er á þessum tíma sem að ég fer samt að finna að mig langaði til nýta áhuga minn í að skrifa sögur og ljósmynda sem átti vel við þegar við Davíð stofnuðum framleiðslufyrirtækið okkar Mistery.“ Það var rúmum tveimur árum síðar því báðir héldu þeir til Íslands þegar Baltasar Kormákur bauð þeim verkefni í kringum kvikmyndina Little Trip To Heaven. Og ílengdust á Íslandi. Þegar það gerist kemur bara til greina ein spurning: Hvort voru það ástarmálin eða starfstilboð sem gerði það að verkum að þú ílengdist? „Ástarmálin,“ svarar Árni og hlær. Eiginkona Árna er Helena Jónsdóttir jógakennari sem einnig starfar sem förðunarfræðingur í auglýsinga- og kvikmyndagerð. Árni og Helena eiga saman börnin Hafntinnu (14 ára), Filippus Nóa (11 ára) og Flóka Einar (9 ára). Hér má sjá nokkrar myndir úr tökum á Napóleónskjölunum, kvikmynd sem byggð er á sögu Arnalds Indriðasonar og frumsýnd verður snemma árs 2023. Og eins og sjá má er greinilega unnið í alls kyns veðrum og á öllum tímum. Að verða atvinnulaus reglulega Árni segir að raunveruleikinn sem fylgi heimi kvikmynda og sjónvarps feli það í sér að reglulega verður þú atvinnulaus. Þetta er geiri þar sem þú vinnur 120% þegar þú ert í verkefni en þegar því lýkur ertu í rauninni atvinnulaus þar til næsta verkefni kemur upp. Þá þarftu að byrja á núlli og reyna að þrauka. Það er því erfitt að segja nei við verkefnum og þetta er harður heimur að hrærast í.“ Undir hatti Mistery ákváðu Árni og Davíð að hefja sína eigin kvikmyndaframleiðslu. Fyrsta kvikmyndin þeirra var Sveitabrúðkaupið og sú næsta var kvikmyndin Á annan veg. „Hjá Kvikmyndasjóði Íslands giltu þær reglur að til þess að fá styrk þarftu að vera búinn að framleiða eitthvað áður. Sem við höfðum auðvitað ekki gert. Við réðumst því í framleiðsluna með einkafjármagni þar sem maður grátbað fólk og fyrirtæki um að leggja verkefninu lið og bað síðan fólk um að bíða þolinmótt eftir því að fá einhver laun greidd þar til einhverjar tekjur færu að skila sér.“ Árni segir þetta lýsa vel raunveruleikanum sem oft er á bakvið bíómyndir. Þrautseigjan á bakvið hvert verkefni geti oft reynt á þolrifin. Ekki síst þegar þú ert í ábyrgð fyrir því að greiða öðru fólki laun og ert sjálfur að reyna að sjá fjölskyldunni farborða. „Ég myndi segja að meðaltími kvikmynda séu fimm ár. Að sjá mynd í bíó er hins vegar bara eitt kvöld,“ segir Árni til frekari útskýringar á því hver veruleikinn á bakvið tjöldin oft er. Frá árinu 2011 hefur Árni starfað sem kvikmyndatökustjóri og árið 2012 fékk hann Edduverðlaunin fyrir kvikmyndatöku fyrir myndina á Annan veg. Sem bandarískir aðilar endurgerðu meira að segja. Var það ekki upphefð? „Jú auðvitað var það mjög gaman og við fórum meira að segja út til Los Angeles á alls kyns fundi. Hittum fólk og það var frábærlega vel tekið á móti okkur, oft farið út að borða og mjög gaman. Síðar áttaði maður sig þó á því að þeir ætluðu sér aldrei neitt meira með okkur þótt maður hafi trúað því þá að þarna værum við kannski að opna margar dyr.“ Hvað áttu við með því? „Ég meina að oft vilja menn bara halda þér í sinni skúffu erlendis ef vera kynni að eitthvað meira kæmi frá þér í framtíðinni. Að þá veljir þú að starfa með þeim frekar en öðrum. Þess vegna setja menn tíma í svona fundi og samveru og samtöl, þótt þeir viti allan tímann sjálfir að þeir séu ekki að fara ð gera neitt meira með þér en að setja þig í skúffuna sína.“ Síðustu misseri hefur Árni verið í æ fleiri verkefnum erlendis. Árið 2021 var hann til dæmis í samtals 180 daga af árinu við vinnu erlendis sem hann líkir við sjómennsku. Nema að í hans tilviki hefur hann tækifæri á að koma stundum heim eða fá fjölskylduna út til sín. Árni viðurkennir að hann gæti ekki sinnt þessu starfi sínu án baklands og vegna þess að hann á frábæra eiginkonu.Vísir/Vilhelm Fangar og frægðarsól Næstu árin tóku við ýmiss verkefni. Mörg hver þekkt nöfn og spennandi. Til dæmis var Árni kvikmyndatökustjóri bíómyndarinnar Grafir og Bein, Autumn Lights, Grimmd og í sjónvarpsseríunni Fangar. Handritahöfundar Fanga eru þau Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason en það byggir á sögu eftir þau og Nínu Dögg Filippusdóttur, sem er systir Árna, Unni Ösp Stefánsdóttur og og Jóhann Ævar Grímsson. „Fangar eru dæmi um mjög góða seríu vegna þess að þar var virkilega lagt mikið í undirbúningsvinnuna. Það var vel búið að marinera þessa hugmynd og í Föngum skín ástríða höfunda mjög vel í gegn, sem tóku sér langan tíma í alla rannsóknarvinnu og handritaskrif. Skrifuðu og endurskrifuðu. Hentu jafnvel skrifum og byrjuðu upp á nýtt. Fyrir vikið er þetta íslenskt efni sem við erum verulega stolt af enda gerði serían það gott bæði hérna heima og til dæmis á öllum norrænu stöðvunum.“ Aðspurður segir Árni Fanga líka dæmi um seríu sem áhugi er á að endurgera erlendis og oft hefur verið rætt um að gera framhaldið á seríunni. „Maður fann svolítið fyrir því eftir Covid að þessi undirbúningsvinna sem er svo mikilvæg fór svolítið fyrir bí. Menn voru svo mikið að flýta sér áfram í framleiðsluna þegar aftur opnuðust tækifæri eftir heimsfaraldur að það hafa alls kyns seríur verið framleiddar undanfarið sem í raun hefðu þurft mun betri undirbúning og eru fyrir vikið gæðalega ekki nógu góð.“ Enn fleiri þekkt nöfn dúkka upp í samtalinu við Árna. Svo sem sjónvarpsseríurnar Stella Blómkvist, Brot (Valhallar Murders), Ófærð 2 og Katla. Verkefnið sem opnaði tækifæri fyrir Árna erlendis var hins vegar sjónvarpsserían Babtiste sem Börkur Sigþórsson leikstýrði fyrir BBC. Babtiste er spennuþáttaröð sem byggir á sjónvarpsseríunni The Missing og í viðtali við fjölmiðla sagði Börkur frá því að verkefnið hafi ratað til hans fyrir tilstilli Ólafs Darra Ólafssonar. Því í þessum heimi eins og annars staðar gildir oft að maður þekki mann. „Ég var svo heppinn að Börkur vildi fá mig í þetta verkefni og þetta er það verkefni sem kom mér af stað áfram erlendis. Því veruleikinn er sá hér að íslensku framleiðslufyrirtækin þurfa að fórna listrænum starfsgildum til elrendra aðila tið að ná fjármögnun á verkefni. Það gerist því alltof oft að kvikmyndatökustarfið er fyrst til að vera fórnað. Frekar en önnur starfsgildi eða allavega fundið einhverkonar jafnvægi á það. Sem þýðir að ég þarf að leita út fyrir landsteinana til að geta sinnt mínu starfi. “ Síðan Babtiste verkefnið kom til hefur Árni oft dvalið langdvölum erlendis. Í fyrra var ég til dæmis 180 daga í Bretlandi. Fyrst að skjóta seríu í Wales sem heitir Lazarus Project og gerði það mjög gott. Síðan í Manchester í verkefni sem heitir Everything You Know About Love. Það síðarnefnda er verkefni sem þekktir handritahöfundar framleiddu og gott dæmi um hvernig maður upplifir af eigin skinni þau jákvæðu áhrif sem Baltasar Kormákur hefur haft á kvikmyndageirann. Og hvernig það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur.“ Hér má sjá myndir úr tökum af Everything you know about love sem Árni er kvikmyndatökustjóri af. Árni dvaldi langdvölum í Bretlandi í fyrra vegna vinnu en kom heim í upphafi Covid og endaði með að vera í fjórar vikur heima í sóttkví með eiginkonu og börnum. Sem hann segir hafa verið eitt besta fríið sem hann hefur nokkurn tíma verið í með fjölskyldunni. Starfið, fjölskyldan og Ísland Ljóst er að starfsframi Árna er á fljúgandi ferð erlendis sem hérlendis. Og þá er spurt: Er ekkert erfitt að vera svona lengi fjarri fjölskyldunni? Jú það reynir á. Ég líki þessu oft við sjómennskuna og viðurkenni að ég gæti aldrei unnið þetta starf án baklands og vegna þess að ég á frábæra eiginkonu. En jú, það getur verið mjög einmanalegt að vera vikum og mánuðum saman einn í einhverri íbúð eða hóteli. Sérstaklega fjarri börnunum. Ólíkt sjómönnum er ég þó það heppinn að geta stundum skotist heim. Samningarnir sem ég hef gert innifela það líka að vinnuveitandinn erlendis sér um fjölskylduna mína þegar þau koma. Greiða fyrir því að hún komi til mín og geti verið hjá mér. Í fyrra voru þau til dæmis hjá mér í rúman mánuð í Manchester,“ segir Árni en bætir við að tæknin hjálpi líka mikið til. „Að geta hringt myndsímtöl heim er auðvitað frábær tækni.“ Árni er að vinna í alls kyns verkefnum hér heima líka. Til dæmis Napóleónskjölunum, kvikmynd eftir sögu Arnalds Indriðasonar sem frumsýnd verður í janúar næstkomandi. Starfsframalega séð sér hann þó fyrir sér að þróunin verði enn meir að grípa þau tækifæri sem koma erlendis frá. En hefur það borist í tal að flytjast erlendis með fjölskylduna? „Já ég viðurkenni það alveg. Við ræddum það til dæmis hvort við ættum að flytja til London. En málið er að ég yrði jafn mikið í burtu þar og hér sem þýðir að þá væri fjölskyldan bara ein eftir í borginni á kostnað þess að hafa raskað öllu lífi þeirra hér,“ svarar Árni og vísar sérstaklega til umhverfis barnanna, skóla, vina og svo framvegis. Hafði Covid samt ekkert áhrif á vinnuna þína? „Ekkert svo mikið því ég var að vinna til dæmis í Kötlu hans Baltasar sem var eitt fárra verkefna sem unnið var á meðan heimsfaraldur geisaði. Þegar Covid byrjaði var ég að koma heim frá Bretlandi og fann fyrir einkennum. Þetta var á þeim tíma þegar pinnaleysið var hér og við vissum rosalega lítið um faraldurinn eða hvað væri í vændum. Ég hafði samband við heilsugæsluna sem sagði mér að þetta væri eflaust flensa og ég þyrfti ekki að koma í skimun,“ segir Árni og bætir við: „Konan mín fór samt að finna líka fyrir einkennum og við enduðum með að ákveða að við yrðum að aðlaga einkennin okkar að Covid til að komast í skimun. Sem við gerðum og auðvitað kom þá í ljós að við vorum bæði með Covid. Í fjórar vikur lokuðum við okkur því inni með krökkunum og ég verð að viðurkenna að það var eiginlega besta frí sem ég hef nokkurn tíma fengið.“ Þótt ekki sé langt um liðið, var margt í upphafi Covid sem menn gleyma fljótt. Til dæmis að í upphafi var Covid-skömm staðreynd, fólk þorði jafnvel ekki að segja frá. Eins að fólk var lífhrædd, bæði fyrir hönd sín og annarra. „Aðalleikari verkefnisins í Wales hringdi í mig með miklar áhyggjur. Hélt að ég væri jafnvel að skilja við.“ Sjónvarpsþáttaserían Fangar var framleidd af fyrirtæki Árna og Davíðs Óskars Ólafssonar Mistery, sem nú starfar mikið með Ture North. Árni segir Fanga gott dæmi um seríu sem nýtur vinsælda og áhugi er á að endurgera erlendis vegna þess að mikil og góð vinna var lögð í undirbúning og handritagerð en þess má geta að Árni og Nína Dögg eru systkini. Árni segir veitur eins og Netflix hafa breytt mjög miklu. Framleiðsla í dag sé ótrúlega mikil og jafnvel meiri en nokkur geti áttað sig á. Hann telur veitubransann þó eiga eftir að breytast og þróast. „Ég held persónulega að þróunin verði meira í þá átt að veitur munu fara að afla tekna með auglýsingahléum. Þú getur síðan greitt fyrir það að sleppa auglýsingum og greiðir þá hærra verð og svo framvegis. Ég er líka nokkuð viss um að veitur munu sameinast. Einhverjar fara að kaupa hvor aðra og svo framvegis. Því í dag eru veitufyrirtækin einfaldlega svo mörg.“ Mystery fyrirtæki hans og Davíðs hefur svo sem gert það sama. Því síðustu árin hefur það unnið í samstarfi við True North að alls kyns verkefnum. Að fara í slíkt samstarf opnar oft fleiri dyr þegar kemur að verkefnum sem hugsuð eru á ensku eða fyrir alþjóðamarkað. Árni segir að þótt auðvitað hljómi erlend verkefni mjög spennandi og þar sé hinn raunverulegi stóri heimur, séu það íslensku verkefnin sem honum finnist samt alltaf jafn gaman að vinna að. Það er ótrúlega gott að vinna í kvikmyndagerð á Íslandi. Því hér er svo mikið af hæfileikaríku fólki. Hér leggja allir sitt að mörkum og sinna þremur störfum samtímis. Samt erum við að framleiða efni á svo háum gæðastandard að tekið er eftir um allan heim. Metnaður í okkur er hreinlega svo mikill,“ segir Árni og bætir við: „Í sumar vann ég í verkefni sem Aníta Briem skrifaði. Við höfum þekkst lengi og mig langaði að vinna að því verkefni með henni. Enda er það vel unnið og ótrúlega flott sería. Heitir Svo lengi sem við lifum, lofar mjög góðu og kemur út snemma á næsta ári. Núna er ég hins vegar að vinna í verkefni á Englandi sem heitir Boatstory og er leikstýrt af Harry og Jack Williams sem gerðu The Tourist. Mynd sem Ólafur Darri lék meðal annarra í.“ Athuga: Grein var uppfærð eftir birtingu með leiðréttingu á nöfnum handritahöfunda sjónvarpsseríunnar Fanga. Starfsframi Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda. 31. október 2022 07:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Íslenskt vinnuafl erlendis er gæðastimpill. Enda efnið sem er að koma frá okkur af hæsta gæðaflokki. Ekki bara sumt heldur allt,“ segir Árni og vísar þar til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta sem síðustu árin hafa hver af annarri slegið í gegn á alþjóðavísu. Sem Árni hefur svo sannarlega nú þegar afrekað að vinna að. Því oftar en ekki má sjá nafn hans í ýmsum þekktum íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsseríum og síðustu misseri æ oftar í erlendum sjónvarpsseríum. Allt nöfn sem áhugafólk um gott sjónvarpsefni og kvikmyndir þekkir nöfnin á. Árni segir kvikmyndageirann erfiðan og sleipan metorðastiga að ganga upp. Samkeppnin mikil og ekki svigrúm til að gera mistök ef ætlunin er að fá fleiri tækifæri. Þá segir hann störfin í geiranum einkennast af því að á meðan þú ert í verkefnum vinnur þú 120% en síðan verður þú atvinnulaus þess á milli og þarft að byrja á núlli. Að minnsta kosti á meðan þú ert að vinna þig upp sem nafn. Fannst þetta frekar sjálfhverft lið Árni er fertugur og byrjaði sinn feril í kvikmyndabransanum þegar hann var rétt kominn með bílpróf. „Ég slysaðist inn í þennan geira því að þegar að ég var nýkominn með bílpróf hringdi Gísli Örn (Garðarsson) mágur minn í mig vegna verkefnis sem hann var að fara að vinna í fyrir Zikk Zakk kvikmyndagerð, samhliða því að vera í leiklistarskólanum. Gísli Örn hringdi í mig vegna þess að þeim vantaði ódýrt vinnuafl en þó einhvern sem gæti keyrt og það má segja að í þessu verkefni hafi ég kynnst flestum sem síðar urðu góðir vinir mínir í geiranum.“ Og varð þetta til þess að þér fannst alveg skýrt að þetta væri það sem þig langaði að gera? „Nei alls ekki. Mér þetta frekar sjálfhverft lið,“ segir Árni og hlær. „Mér fannst þetta satt best að segja frekar leiðinlegur geiri og hópur af fólki sem hafði lítinn skilning á því út á hvað lífið gekk. Né heldur að ég hefði skilning á því sem þau voru að gera. En svo hægt og rólega smitaðist maður af þessu.“ En hvað var það þá sem þú ætlaðir að gera þegar þú yrðir stór? „Mín lífstefna var alltaf að fara í sálfræðina. Og ég var ákveðin í því þótt það hefði fylgt því þegar að ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð að vera að fikta í kvikmyndagerð. Í videóklúbbnum og í alls konar unglingakvikmyndagerð. Handritagerðin og ljósmyndun kitlaði mig sérstaklega. Eftir stúdent ákvað ég að fara í kvikmyndanám til Danmerkur og reyna að átta mig á því hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á að leggja fyrir mig.“ Árni hóf nám við EFS í Danmörku og fyrsta daginn hitti hann fyrir annan nemanda sem síðar varð að góðum vini og viðskiptafélaga, Davíð Óskar Ólafsson. „Við vissum reyndar hvorugir að við værum báðir Íslendingar þannig að fyrstu mínúturnar sem við ræddum saman töluðum við á ensku. Höfum oft hlegið af þessu síðan.“ Eftir námið í EFS fór Árni að vinna í sjónvarps- kvikmyndageiranum í Danmörku og svo átti einnig um Davíð. Verkefnin voru alls kyns og hlutverkin eftir því. Enda tveir ungir menn og með öllu óþekktir. „Kvikmyndageirinn er erfiður metorðastigi að labba upp og sleipur. Maður byrjar neðarlega í starfstiganum og í Danmörku vann ég því við alls kyns hlutverk eins og að aðstoða við kvikmyndatöku, við lýsingu og fleira. Þetta er geiri sem þú vandar þig við að gera sem fæst mistök í enda litlar eða jafnvel engar líkur á að þú fáir í kjölfarið fleiri tækifæri,“ segir Árni og bætir við: „Það er á þessum tíma sem að ég fer samt að finna að mig langaði til nýta áhuga minn í að skrifa sögur og ljósmynda sem átti vel við þegar við Davíð stofnuðum framleiðslufyrirtækið okkar Mistery.“ Það var rúmum tveimur árum síðar því báðir héldu þeir til Íslands þegar Baltasar Kormákur bauð þeim verkefni í kringum kvikmyndina Little Trip To Heaven. Og ílengdust á Íslandi. Þegar það gerist kemur bara til greina ein spurning: Hvort voru það ástarmálin eða starfstilboð sem gerði það að verkum að þú ílengdist? „Ástarmálin,“ svarar Árni og hlær. Eiginkona Árna er Helena Jónsdóttir jógakennari sem einnig starfar sem förðunarfræðingur í auglýsinga- og kvikmyndagerð. Árni og Helena eiga saman börnin Hafntinnu (14 ára), Filippus Nóa (11 ára) og Flóka Einar (9 ára). Hér má sjá nokkrar myndir úr tökum á Napóleónskjölunum, kvikmynd sem byggð er á sögu Arnalds Indriðasonar og frumsýnd verður snemma árs 2023. Og eins og sjá má er greinilega unnið í alls kyns veðrum og á öllum tímum. Að verða atvinnulaus reglulega Árni segir að raunveruleikinn sem fylgi heimi kvikmynda og sjónvarps feli það í sér að reglulega verður þú atvinnulaus. Þetta er geiri þar sem þú vinnur 120% þegar þú ert í verkefni en þegar því lýkur ertu í rauninni atvinnulaus þar til næsta verkefni kemur upp. Þá þarftu að byrja á núlli og reyna að þrauka. Það er því erfitt að segja nei við verkefnum og þetta er harður heimur að hrærast í.“ Undir hatti Mistery ákváðu Árni og Davíð að hefja sína eigin kvikmyndaframleiðslu. Fyrsta kvikmyndin þeirra var Sveitabrúðkaupið og sú næsta var kvikmyndin Á annan veg. „Hjá Kvikmyndasjóði Íslands giltu þær reglur að til þess að fá styrk þarftu að vera búinn að framleiða eitthvað áður. Sem við höfðum auðvitað ekki gert. Við réðumst því í framleiðsluna með einkafjármagni þar sem maður grátbað fólk og fyrirtæki um að leggja verkefninu lið og bað síðan fólk um að bíða þolinmótt eftir því að fá einhver laun greidd þar til einhverjar tekjur færu að skila sér.“ Árni segir þetta lýsa vel raunveruleikanum sem oft er á bakvið bíómyndir. Þrautseigjan á bakvið hvert verkefni geti oft reynt á þolrifin. Ekki síst þegar þú ert í ábyrgð fyrir því að greiða öðru fólki laun og ert sjálfur að reyna að sjá fjölskyldunni farborða. „Ég myndi segja að meðaltími kvikmynda séu fimm ár. Að sjá mynd í bíó er hins vegar bara eitt kvöld,“ segir Árni til frekari útskýringar á því hver veruleikinn á bakvið tjöldin oft er. Frá árinu 2011 hefur Árni starfað sem kvikmyndatökustjóri og árið 2012 fékk hann Edduverðlaunin fyrir kvikmyndatöku fyrir myndina á Annan veg. Sem bandarískir aðilar endurgerðu meira að segja. Var það ekki upphefð? „Jú auðvitað var það mjög gaman og við fórum meira að segja út til Los Angeles á alls kyns fundi. Hittum fólk og það var frábærlega vel tekið á móti okkur, oft farið út að borða og mjög gaman. Síðar áttaði maður sig þó á því að þeir ætluðu sér aldrei neitt meira með okkur þótt maður hafi trúað því þá að þarna værum við kannski að opna margar dyr.“ Hvað áttu við með því? „Ég meina að oft vilja menn bara halda þér í sinni skúffu erlendis ef vera kynni að eitthvað meira kæmi frá þér í framtíðinni. Að þá veljir þú að starfa með þeim frekar en öðrum. Þess vegna setja menn tíma í svona fundi og samveru og samtöl, þótt þeir viti allan tímann sjálfir að þeir séu ekki að fara ð gera neitt meira með þér en að setja þig í skúffuna sína.“ Síðustu misseri hefur Árni verið í æ fleiri verkefnum erlendis. Árið 2021 var hann til dæmis í samtals 180 daga af árinu við vinnu erlendis sem hann líkir við sjómennsku. Nema að í hans tilviki hefur hann tækifæri á að koma stundum heim eða fá fjölskylduna út til sín. Árni viðurkennir að hann gæti ekki sinnt þessu starfi sínu án baklands og vegna þess að hann á frábæra eiginkonu.Vísir/Vilhelm Fangar og frægðarsól Næstu árin tóku við ýmiss verkefni. Mörg hver þekkt nöfn og spennandi. Til dæmis var Árni kvikmyndatökustjóri bíómyndarinnar Grafir og Bein, Autumn Lights, Grimmd og í sjónvarpsseríunni Fangar. Handritahöfundar Fanga eru þau Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason en það byggir á sögu eftir þau og Nínu Dögg Filippusdóttur, sem er systir Árna, Unni Ösp Stefánsdóttur og og Jóhann Ævar Grímsson. „Fangar eru dæmi um mjög góða seríu vegna þess að þar var virkilega lagt mikið í undirbúningsvinnuna. Það var vel búið að marinera þessa hugmynd og í Föngum skín ástríða höfunda mjög vel í gegn, sem tóku sér langan tíma í alla rannsóknarvinnu og handritaskrif. Skrifuðu og endurskrifuðu. Hentu jafnvel skrifum og byrjuðu upp á nýtt. Fyrir vikið er þetta íslenskt efni sem við erum verulega stolt af enda gerði serían það gott bæði hérna heima og til dæmis á öllum norrænu stöðvunum.“ Aðspurður segir Árni Fanga líka dæmi um seríu sem áhugi er á að endurgera erlendis og oft hefur verið rætt um að gera framhaldið á seríunni. „Maður fann svolítið fyrir því eftir Covid að þessi undirbúningsvinna sem er svo mikilvæg fór svolítið fyrir bí. Menn voru svo mikið að flýta sér áfram í framleiðsluna þegar aftur opnuðust tækifæri eftir heimsfaraldur að það hafa alls kyns seríur verið framleiddar undanfarið sem í raun hefðu þurft mun betri undirbúning og eru fyrir vikið gæðalega ekki nógu góð.“ Enn fleiri þekkt nöfn dúkka upp í samtalinu við Árna. Svo sem sjónvarpsseríurnar Stella Blómkvist, Brot (Valhallar Murders), Ófærð 2 og Katla. Verkefnið sem opnaði tækifæri fyrir Árna erlendis var hins vegar sjónvarpsserían Babtiste sem Börkur Sigþórsson leikstýrði fyrir BBC. Babtiste er spennuþáttaröð sem byggir á sjónvarpsseríunni The Missing og í viðtali við fjölmiðla sagði Börkur frá því að verkefnið hafi ratað til hans fyrir tilstilli Ólafs Darra Ólafssonar. Því í þessum heimi eins og annars staðar gildir oft að maður þekki mann. „Ég var svo heppinn að Börkur vildi fá mig í þetta verkefni og þetta er það verkefni sem kom mér af stað áfram erlendis. Því veruleikinn er sá hér að íslensku framleiðslufyrirtækin þurfa að fórna listrænum starfsgildum til elrendra aðila tið að ná fjármögnun á verkefni. Það gerist því alltof oft að kvikmyndatökustarfið er fyrst til að vera fórnað. Frekar en önnur starfsgildi eða allavega fundið einhverkonar jafnvægi á það. Sem þýðir að ég þarf að leita út fyrir landsteinana til að geta sinnt mínu starfi. “ Síðan Babtiste verkefnið kom til hefur Árni oft dvalið langdvölum erlendis. Í fyrra var ég til dæmis 180 daga í Bretlandi. Fyrst að skjóta seríu í Wales sem heitir Lazarus Project og gerði það mjög gott. Síðan í Manchester í verkefni sem heitir Everything You Know About Love. Það síðarnefnda er verkefni sem þekktir handritahöfundar framleiddu og gott dæmi um hvernig maður upplifir af eigin skinni þau jákvæðu áhrif sem Baltasar Kormákur hefur haft á kvikmyndageirann. Og hvernig það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur.“ Hér má sjá myndir úr tökum af Everything you know about love sem Árni er kvikmyndatökustjóri af. Árni dvaldi langdvölum í Bretlandi í fyrra vegna vinnu en kom heim í upphafi Covid og endaði með að vera í fjórar vikur heima í sóttkví með eiginkonu og börnum. Sem hann segir hafa verið eitt besta fríið sem hann hefur nokkurn tíma verið í með fjölskyldunni. Starfið, fjölskyldan og Ísland Ljóst er að starfsframi Árna er á fljúgandi ferð erlendis sem hérlendis. Og þá er spurt: Er ekkert erfitt að vera svona lengi fjarri fjölskyldunni? Jú það reynir á. Ég líki þessu oft við sjómennskuna og viðurkenni að ég gæti aldrei unnið þetta starf án baklands og vegna þess að ég á frábæra eiginkonu. En jú, það getur verið mjög einmanalegt að vera vikum og mánuðum saman einn í einhverri íbúð eða hóteli. Sérstaklega fjarri börnunum. Ólíkt sjómönnum er ég þó það heppinn að geta stundum skotist heim. Samningarnir sem ég hef gert innifela það líka að vinnuveitandinn erlendis sér um fjölskylduna mína þegar þau koma. Greiða fyrir því að hún komi til mín og geti verið hjá mér. Í fyrra voru þau til dæmis hjá mér í rúman mánuð í Manchester,“ segir Árni en bætir við að tæknin hjálpi líka mikið til. „Að geta hringt myndsímtöl heim er auðvitað frábær tækni.“ Árni er að vinna í alls kyns verkefnum hér heima líka. Til dæmis Napóleónskjölunum, kvikmynd eftir sögu Arnalds Indriðasonar sem frumsýnd verður í janúar næstkomandi. Starfsframalega séð sér hann þó fyrir sér að þróunin verði enn meir að grípa þau tækifæri sem koma erlendis frá. En hefur það borist í tal að flytjast erlendis með fjölskylduna? „Já ég viðurkenni það alveg. Við ræddum það til dæmis hvort við ættum að flytja til London. En málið er að ég yrði jafn mikið í burtu þar og hér sem þýðir að þá væri fjölskyldan bara ein eftir í borginni á kostnað þess að hafa raskað öllu lífi þeirra hér,“ svarar Árni og vísar sérstaklega til umhverfis barnanna, skóla, vina og svo framvegis. Hafði Covid samt ekkert áhrif á vinnuna þína? „Ekkert svo mikið því ég var að vinna til dæmis í Kötlu hans Baltasar sem var eitt fárra verkefna sem unnið var á meðan heimsfaraldur geisaði. Þegar Covid byrjaði var ég að koma heim frá Bretlandi og fann fyrir einkennum. Þetta var á þeim tíma þegar pinnaleysið var hér og við vissum rosalega lítið um faraldurinn eða hvað væri í vændum. Ég hafði samband við heilsugæsluna sem sagði mér að þetta væri eflaust flensa og ég þyrfti ekki að koma í skimun,“ segir Árni og bætir við: „Konan mín fór samt að finna líka fyrir einkennum og við enduðum með að ákveða að við yrðum að aðlaga einkennin okkar að Covid til að komast í skimun. Sem við gerðum og auðvitað kom þá í ljós að við vorum bæði með Covid. Í fjórar vikur lokuðum við okkur því inni með krökkunum og ég verð að viðurkenna að það var eiginlega besta frí sem ég hef nokkurn tíma fengið.“ Þótt ekki sé langt um liðið, var margt í upphafi Covid sem menn gleyma fljótt. Til dæmis að í upphafi var Covid-skömm staðreynd, fólk þorði jafnvel ekki að segja frá. Eins að fólk var lífhrædd, bæði fyrir hönd sín og annarra. „Aðalleikari verkefnisins í Wales hringdi í mig með miklar áhyggjur. Hélt að ég væri jafnvel að skilja við.“ Sjónvarpsþáttaserían Fangar var framleidd af fyrirtæki Árna og Davíðs Óskars Ólafssonar Mistery, sem nú starfar mikið með Ture North. Árni segir Fanga gott dæmi um seríu sem nýtur vinsælda og áhugi er á að endurgera erlendis vegna þess að mikil og góð vinna var lögð í undirbúning og handritagerð en þess má geta að Árni og Nína Dögg eru systkini. Árni segir veitur eins og Netflix hafa breytt mjög miklu. Framleiðsla í dag sé ótrúlega mikil og jafnvel meiri en nokkur geti áttað sig á. Hann telur veitubransann þó eiga eftir að breytast og þróast. „Ég held persónulega að þróunin verði meira í þá átt að veitur munu fara að afla tekna með auglýsingahléum. Þú getur síðan greitt fyrir það að sleppa auglýsingum og greiðir þá hærra verð og svo framvegis. Ég er líka nokkuð viss um að veitur munu sameinast. Einhverjar fara að kaupa hvor aðra og svo framvegis. Því í dag eru veitufyrirtækin einfaldlega svo mörg.“ Mystery fyrirtæki hans og Davíðs hefur svo sem gert það sama. Því síðustu árin hefur það unnið í samstarfi við True North að alls kyns verkefnum. Að fara í slíkt samstarf opnar oft fleiri dyr þegar kemur að verkefnum sem hugsuð eru á ensku eða fyrir alþjóðamarkað. Árni segir að þótt auðvitað hljómi erlend verkefni mjög spennandi og þar sé hinn raunverulegi stóri heimur, séu það íslensku verkefnin sem honum finnist samt alltaf jafn gaman að vinna að. Það er ótrúlega gott að vinna í kvikmyndagerð á Íslandi. Því hér er svo mikið af hæfileikaríku fólki. Hér leggja allir sitt að mörkum og sinna þremur störfum samtímis. Samt erum við að framleiða efni á svo háum gæðastandard að tekið er eftir um allan heim. Metnaður í okkur er hreinlega svo mikill,“ segir Árni og bætir við: „Í sumar vann ég í verkefni sem Aníta Briem skrifaði. Við höfum þekkst lengi og mig langaði að vinna að því verkefni með henni. Enda er það vel unnið og ótrúlega flott sería. Heitir Svo lengi sem við lifum, lofar mjög góðu og kemur út snemma á næsta ári. Núna er ég hins vegar að vinna í verkefni á Englandi sem heitir Boatstory og er leikstýrt af Harry og Jack Williams sem gerðu The Tourist. Mynd sem Ólafur Darri lék meðal annarra í.“ Athuga: Grein var uppfærð eftir birtingu með leiðréttingu á nöfnum handritahöfunda sjónvarpsseríunnar Fanga.
Starfsframi Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00 Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda. 31. október 2022 07:01 „Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. 5. desember 2022 07:01
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. 22. nóvember 2022 07:00
Markaðsstjórinn sem missir sig á hrekkjavökunni og yfir hryllingsmyndum Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri Krambúða og Kjörbúða Samkaupa er ekki aðeins hrekkjavökuaðdáandi. Heldur einnig aðdáandi hryllingsmynda. 31. október 2022 07:01
„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. 24. október 2022 07:02