Sakaði nágrannana um að hafa klippt runnana of mikið og eyðilagt þá Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2022 09:34 Nágrannadeilurnar snúa að því hvort að runnarnir hafi verið klipptir of mikið og hver eigi að greiða kostnaðinn og hvort yfir höfuð þurfi að fjarlægja þá. Getty Kærunefnd húsamála metur það sem svo að hafna beri kröfum eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi að aðrir eigendur í húsinu skuli greiða kostnað við að fjarlægja runna og gljámispil í sameiginlegum garði. Sá sakar nágrannana um að hafa klippt þá of mikið á garðvinnudegi í maímánuði þannig að þeir skemmdust. Í álitinu kemur fram að um sé að ræða fjöleignarhús með þremur eignarhlutum. Í málinu krafðist eigandi íbúðar á 1. hæð þess að viðurkennt yrði íbúar í kjallara og á 2. hæð ættu að greiða kostnað við að fjarlægja runna í garðinum sem og kostnað við að fjarlægja gljámispil og setja nýjan. Segir hann að hann hafi ekki verið látinn vita af garðvinnudeginum né verið boðið að taka þátt. Fram kemur að þann 24. maí síðastliðinn hafi íbúar í kjallara og á 2. hæð snyrt runna sem liggur meðfram gangstétt að húsinu, enda hafi hann verið lasburða og aftrað eðlilegu göngufæri. Þá var gljámispill í garði hússins sömuleiðis klipptur. Eigendur íbúða í kjallara og 2. hæð fullyrða þeir að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð hafi gefið munnlegt samþykki fyrir því að klippt yrði vel af runnanum en hann neitar því þó. Stendur þar orð gegn orði. Átti bókaðan tíma á tattústofu Í álitinu kemur fram að umboðsmaður eiganda íbúðarinnar á 1. hæð hafi séð aðra íbúa undirbúa garðvinnuna umræddan dag en ekki getað stoppað þar sem hann hafi átt bókaðan tíma á tattústofu. Sá sem leitaði til kærunefndarinnar vegna málsins, eigandi íbúðar á 1. hæð, segir að framkvæmdirnar hafi gengið mun lengra en geti talist eðlileg garðverk eða viðhald á runnunum. „Þess utan hafi þær verið ranglega framkvæmdar, með röngu verkfæri og á röngum árstíma sem hafi valdið húsfélaginu tjóni. Ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um þær á húsfundi. Einnig hafi verið um að ræða töluverða breytingu á sameign að utan sem hafi ekki bætt notagildi garðsins heldur skert það þar sem þetta dragi bæði úr skjóli frá veðrum og næði í garðinum,“ segir í álitsgerð og er bent á að slík breyting þurfi samþykki tveggja þriðjuhluta, eiganda samkvæmt lögum, bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Gljámispill verður vanalega 1,5 til tveggja metra hár. Latneskt heiti gljámispils er Cotoneaster lucidus.Getty Þegar farnir að taka við sér Í fundargerð húsfundar um mánuði eftir garðvinnudaginn fyrr á árinu var bókað að ákveðið hefði verið í sameiningu að klippa vel af runnunum þar sem þeir hefðu annaðhvort verið dauðir eða úr sér vaxnir og hamlað eðlilegri umferð um göngustíga á lóðinni. Sömuleiðis var bókað að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð neiti því að munnlegt samþykki hafi legið fyrir. Þó er óumdeilt í málinu að umboðsmaðurinn vissi af því að til hafi staðið að runnarnir yrðu klipptir. Athugasemdirnar hafi varðað það að þeir hafi verið klipptir of mikið og meti hann það sem svo – eftir að hafa ráðfært sig við garðyrkjufræðing innan fjölskyldunnar – að þeir séu ónýtir vegna viðhaldsins. Í álitinu kemur fram að þessu hafni íbúar í kjallara og 2. hæð og vísa til þess að runnarnir séu þegar farnir að taka við sér eftir snyrtinguna. Engin gögn sem benda til að runnarnir séu ónýtir Í niðurstöðukafla álits kærunefndarinnar segir að engin gögn liggi fyrir sem styðji það að runnarnir séu ónýtir eða að þörf sé á að fjarlægja þá vegna snyrtingarinnar í vor. Því telji nefndin ekki tilefni til að fallast á kröfu eigenda íbúðarinnar á 1. hæð að aðrir íbúar greiði kostnaðinn við að fjarlægja runnann. „Hvað varðar gljámispilinn þá segir [eigandi íbúðar á 1. hæð] í athugasemdum sínum að það verði að koma í ljós næsta vor hvort runninn lifi téða klippingu af. Af þeirri ástæðu telur kærunefnd ekki tilefni til að fallast á kröfuna um að íbúar í kjallara og 2. hæð verði gert að fjarlægja hann og setja nýjan á kostnað þeirra. Allir séu sammála um að ekki sé hægt að slá því föstu að gljámispillinn sé ónýtur.“ Kærunefndin bendir þó á að íbúi sem leitaði til nefndarinnar geti lagt ágreininginn fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Garðyrkja Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Í álitinu kemur fram að um sé að ræða fjöleignarhús með þremur eignarhlutum. Í málinu krafðist eigandi íbúðar á 1. hæð þess að viðurkennt yrði íbúar í kjallara og á 2. hæð ættu að greiða kostnað við að fjarlægja runna í garðinum sem og kostnað við að fjarlægja gljámispil og setja nýjan. Segir hann að hann hafi ekki verið látinn vita af garðvinnudeginum né verið boðið að taka þátt. Fram kemur að þann 24. maí síðastliðinn hafi íbúar í kjallara og á 2. hæð snyrt runna sem liggur meðfram gangstétt að húsinu, enda hafi hann verið lasburða og aftrað eðlilegu göngufæri. Þá var gljámispill í garði hússins sömuleiðis klipptur. Eigendur íbúða í kjallara og 2. hæð fullyrða þeir að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð hafi gefið munnlegt samþykki fyrir því að klippt yrði vel af runnanum en hann neitar því þó. Stendur þar orð gegn orði. Átti bókaðan tíma á tattústofu Í álitinu kemur fram að umboðsmaður eiganda íbúðarinnar á 1. hæð hafi séð aðra íbúa undirbúa garðvinnuna umræddan dag en ekki getað stoppað þar sem hann hafi átt bókaðan tíma á tattústofu. Sá sem leitaði til kærunefndarinnar vegna málsins, eigandi íbúðar á 1. hæð, segir að framkvæmdirnar hafi gengið mun lengra en geti talist eðlileg garðverk eða viðhald á runnunum. „Þess utan hafi þær verið ranglega framkvæmdar, með röngu verkfæri og á röngum árstíma sem hafi valdið húsfélaginu tjóni. Ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um þær á húsfundi. Einnig hafi verið um að ræða töluverða breytingu á sameign að utan sem hafi ekki bætt notagildi garðsins heldur skert það þar sem þetta dragi bæði úr skjóli frá veðrum og næði í garðinum,“ segir í álitsgerð og er bent á að slík breyting þurfi samþykki tveggja þriðjuhluta, eiganda samkvæmt lögum, bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Gljámispill verður vanalega 1,5 til tveggja metra hár. Latneskt heiti gljámispils er Cotoneaster lucidus.Getty Þegar farnir að taka við sér Í fundargerð húsfundar um mánuði eftir garðvinnudaginn fyrr á árinu var bókað að ákveðið hefði verið í sameiningu að klippa vel af runnunum þar sem þeir hefðu annaðhvort verið dauðir eða úr sér vaxnir og hamlað eðlilegri umferð um göngustíga á lóðinni. Sömuleiðis var bókað að umboðsmaður eiganda íbúðar á 1. hæð neiti því að munnlegt samþykki hafi legið fyrir. Þó er óumdeilt í málinu að umboðsmaðurinn vissi af því að til hafi staðið að runnarnir yrðu klipptir. Athugasemdirnar hafi varðað það að þeir hafi verið klipptir of mikið og meti hann það sem svo – eftir að hafa ráðfært sig við garðyrkjufræðing innan fjölskyldunnar – að þeir séu ónýtir vegna viðhaldsins. Í álitinu kemur fram að þessu hafni íbúar í kjallara og 2. hæð og vísa til þess að runnarnir séu þegar farnir að taka við sér eftir snyrtinguna. Engin gögn sem benda til að runnarnir séu ónýtir Í niðurstöðukafla álits kærunefndarinnar segir að engin gögn liggi fyrir sem styðji það að runnarnir séu ónýtir eða að þörf sé á að fjarlægja þá vegna snyrtingarinnar í vor. Því telji nefndin ekki tilefni til að fallast á kröfu eigenda íbúðarinnar á 1. hæð að aðrir íbúar greiði kostnaðinn við að fjarlægja runnann. „Hvað varðar gljámispilinn þá segir [eigandi íbúðar á 1. hæð] í athugasemdum sínum að það verði að koma í ljós næsta vor hvort runninn lifi téða klippingu af. Af þeirri ástæðu telur kærunefnd ekki tilefni til að fallast á kröfuna um að íbúar í kjallara og 2. hæð verði gert að fjarlægja hann og setja nýjan á kostnað þeirra. Allir séu sammála um að ekki sé hægt að slá því föstu að gljámispillinn sé ónýtur.“ Kærunefndin bendir þó á að íbúi sem leitaði til nefndarinnar geti lagt ágreininginn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Garðyrkja Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira