„Lífið breyttist á skotstundu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 20:01 Mary Earps fagnaði Evrópumeistaratitlinum að hætti hússins. Sarah Stier/Getty Images „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu. Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United. Hin 29 ára gamla Earps er að eiga sitt besta tímabil til þessa með Man United en hún var hreint út sagt frábær þegar England tryggði sér sigur á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Hún var í 48. sæti á lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í heimi. "It's been an incredible 24 hours for sure!" Mary Earps on being named in the Top 50 Best Women's Players in the World pic.twitter.com/hGg5qCpdMZ— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) December 22, 2022 „Ég man mjög vel dagana þar sem mér leið ekki vel. Ég var ekki nægilega góð og var komin á endastöð. Þetta var bara ekki að ganga, ég var með húsnæðislán og skyldum sem ég var ekki að sinna.“ Earps hafði flakkað á milli liða á Englandi og spilaði lítið þegar hún gekk í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg árið 2018. Ári síðar var hún komin til Man United en þar sem sæti í enska landsliðshópnum virtist úr augsýn íhugaði Earps að kalla þetta gott. „Á endanum ákvað að ég að gefa þessu tvö ár í viðbót. Sarina [Wiegman, þjálfari enska landsliðsins] tók við í september og lífið breyttist á skotstundu,“ segir Earps og smellir fingrum. „Mér leið eins og hún skildi hvaðan ég væri að koma og skildi mig sem manneskju. Það var ekki eitthvað sem ég hafði upplifað oft í fótbolta í gegnum árin. Ég kann að meta hversu beinskeytt hún er, hversu hreinskilin og ég get í raun ekki komið í orð hvernig hún hefur breytt ferlinum mínum.“ „Allt þetta ár hefur breytt öllu,“ sagði Evrópumeistarinn Mary Earps að endingu.
Fótbolti Enski boltinn EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Putellas best annað í röð að mati The Guardian Annað árið í röð hefur The Guardian valið Alexiu Putellas, miðjumann Barcelona og spænska landsliðsins, bestu fótboltakonu heims. 24. desember 2022 12:00