Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að víða verði austlæg átt á bilinu átta til fimmtán sekúndu í dag en norðaustan þrettán til átján á Vestfjörðum og Breiðafirði.
Frost verður á bilinu núll til tíu stig, kaldast inn til landsins á Norðurlandi eystra.
Í kvöld dregur svo úr vindi og léttir smám saman syðra.
Það gengur svo í norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi á morgun, en fimmtán til tuttugu suðaustanlands og á Austfjörðum. Snjókoma austantil á landinu, él norðanlands fram eftir degi en annars bjart með köflum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 m/s, en að 15 m/s með suðausturströndinni. Víða él, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Frost 3 til 14 stig.
Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast austast. Víða él en úrkomulítið sunnan heiða. Frost 6 til 18 stig.
Á föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s, en norðan 8-13 ausast. Dálítil él, en að mestu bjart um sunnanvert landið. Talsvert frost.
Á laugardag (gamlársdagur): Suðvestlæg átt og éljagangur, en þurrt að kalla norðaustantil. Minnkandi frost.
Á sunnudag (nýársdagur): Suðlæg eða breytleg átt með éljum en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með úrkomu en bjart með köflum um landið norðaustanvert.