Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 14:04 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var enn og aftur einn af mest gúggluðu Íslendingunum á árinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum. Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu. Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem auglýsingastofan Sahara tók saman yfir netleitir Íslendinga árið 2022. Á þeim gögnum sést vel hversu hratt það breytist hvað fólk leitar að. Það má segja að Íslendingar fái „æði“ fyrir nokkrum hlutum í gegnum árið til skemmri tíma. Drykkurinn Prime sem fjallað hefur verið um hér á Vísi kom fyrst í verslanir vestanhafs í janúar á þessu ári. Það var þó ekki fyrr en nú í desember sem hann var loks fáanlegur á Íslandi og sést það vel á gúggli Íslendinga. Frá því í janúar og fram til júlímánaðar var drykkurinn gúgglaður sirka fimm hundruð sinnum á mánuði. Síðan frá og með ágúst hafa vinsældirnar aukist jafn og þétt og náðu leitirnar hámarki sínu í október þegar leitað var að honum þrjú þúsund sinnum. Ekki er búið að gefa út gögn um leitir í desember og má búast við því að þær hafi rokið upp þá. Þrátt fyrir að það virki eins og ár og öld sé síðan leikurinn Wordle var sem vinsælastur þá var það í febrúar á þessu ári. Bæði þá og í mars var leitað að leiknum 110 þúsund sinnum. Þá var HM í fótbolta gúgglað rúmlega sextíu þúsund sinnum í nóvember. Af þáttaröðum var það Dahmer þar sem fjallað er um raðmorðingjann Jeffrey Dahmer sem var gúggluð hvað mest. 33 þúsund manns gúggluðu nafn hans bæði í september og október. Alltaf þykir það jafn vinsælt að gúggla stjórnmálamenn og kemur fram í gögnum Sahara að Bjarni Ben sé að venju einn sá allra mest gúgglaði. Árið í ár var engin undantekning og var Bjarni gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði. Í nóvember þegar sjálfstæðismenn kusu milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskosningum jókst leit að Bjarna um 85 prósent. Aukning í leitum að Guðlaugi nam 125 prósentum. Vísir ítrekar að um óformlega samantekt er að ræða hjá Sahara, og er henni ekki ætlað að standa sem tæmandi listi yfir leitarsögu Íslendinga á árinu.
Google Fréttir ársins 2022 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira