Þetta staðfestir Al Arabia fréttamiðillinn. Þar segir að Ronaldo hafi samþykkt tveggja ára samnign Al Nassr. Talið er að Ronaldo fái 200 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári eða alls 500 milljónir fyrir tvö og hálft ár. Það þýðir að Ronaldo fær 28 og hálfan milljarð íslenskra króna á ári eða rúmlega 71 milljarð íslenskra króna fyrir tíma sinn í Sádi-Arabíu.
— (@AlArabiya_Brk) December 30, 2022
Manchester United og Ronaldo ákváðu að best væri að leikmaðurinn fengi að fara frítt frá félaginu eftir að viðtal hans hjá Piers Morgan fór í loftið skömmu áður en HM í Katar hófst. Í viðtalinu sagði Ronaldo að fjöldi liða vildi fá hann í sínar raðir og ef marka má þau orð ákvað hann á endanum að velja Al Nassr.
Hvað HM í Katar varðar þá átti Ronaldo erfitt uppdráttar og féll á endanum úr leik þegar Portúgal tapaði 1-0 fyrir Marokkó í 8-liða úrslitum.
Fréttin hefur verið uppfærð.