Spennandi 2023: Eurovision í Liverpool, kóngur krýndur í London og miklu skárra jólafrí Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 14:00 Stiklað er á stóru yfir það sem er á döfinni á komandi ári. Karl III verður krýndur konungur, Indland mun taka fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og kosningar eru fyrirhugaðar víða um heim. Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Reikna má með að þessi mál verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Launafólk á Íslandi fær til dæmis töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá árinu 2023 sem er nú gengið í garð. Janúar 5. janúar: Útför Benedikts sextánda páfa gerð frá Páfagarði. 12.-29. janúar: HM í handbolta karla fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana. Ísland er í riðli með Portúgölum, Ungverjum og Suður-Kóreumönnum. 13.-14. janúar: Forsetakosningar í Tékklandi. 30. janúar: 75 ár frá morðinu á Mahatma Gandhi. Febrúar 1. -11. febrúar: Heimsmeistaramót félagsliða í fótbolta karla fer fram í Marokkó. 2. febrúar: Þess verður minnst að áttatíu ár séu liðin frá lokum orrustunnar um Stalíngrad. 12. febrúar: Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fer fram í Glendale í Arisóna. 25. febrúar: Forsetakosningar í Nígeríu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, mun reyna að leiða Jafnaðarmannaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fara í Finnlandi í vor.Vísir/Vilhelm Mars 5. mars: Þingkosningar í Eistlandi Apríl Þingkosningar í Finnlandi fara fram í síðasta lagi 2. apríl, en mögulega fyrr, verði ákveðið að rjúfa þing. 8. apríl: Fimmtíu ár liðin frá andláti myndlistarmannsins Pablo Picasso. 9. apríl: Páskadagur. Maí 6. maí: Krýningarathöfn Karls III Bretakonungs í Westminster Abbey í London. 9.-13. maí: Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi. Tim Davie er framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins. Eurovision fer fram í Liverpool í maí, þrátt fyrir að Úkraína hafi unnið sigur á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Júní 3. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta fer fram í Eindhoven í Hollandi. 10. júní: Úrslitaleikur Meistaradeildar karla í fótbolta fer fram í Istanbúl í Tyrklandi. 18. júní: Forseta- og þingkosningar fara fram í Tyrklandi. Recep Tayyip Erdoğan forseti mun þar sækjast eftir endurkjöri. Júlí Þingkosningar fara fram í Grikklandi í júlí. 20. júlí: Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Opnunarleikurinn verður milli Nýsjálendinga og Norðmanna í Auckland. Mótinu lýkur 20. ágúst með úrslitaleik í Sydney. Tekst bandaríska kvennalandsliðinu að verja heimsmeistaratitilinn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem hefst í júlí?Getty Ágúst 7. ágúst: Frídagur verslunarmanna. 12. ágúst: Gleðigangan í Reykjavík. 19. ágúst: Menningarnótt í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþon. September 2. september: Fimmtíu ár liðin frá andláti rithöfundarins J.R.R. Tolkien. 29. september: Ryder-keppnin í golfi hefst á Marco Simone-vellinum í Róm. Keppni lýkur 1. október. Október Þingkosningar fara fram í Pakistan í október, eða jafnvel fyrr. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í október. 16. október: Hundrað ár liðin frá stofnun Disney Brothers Studios. 28. október: Deildarmyrkvi á tungli verður sýnilegur í Evrópu. 29. október: Hundrað á frá stofnun tyrkneska lýðveldisins. Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi póska stjórnarflokksins Laga og réttlætis. Þingkosningar fara fram í Póllandi síðla árs.EPA Nóvember 11. nóvember: Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi 11. nóvember. 22. nóvember: Sextíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas. Desember 5. desember: Tíu ár frá andláti Nelson Mandela. 12. desember: Þingkosningar fara fram á Spáni á árinu, í síðasta lagi 12. desember. 24. desember: Aðfangadagur jóla ber niður á sunnudegi að þessu sinni. Fyrir vikið hitta jóladagur, annar í jólum og nýársdag upp á virkum degi sem gefur hinum vinnandi manni töluvert betra jólafrí en á liðnu ári. 27. desember: Hundrað á frá andláti franska verkfræðingsins Gustave Eiffel.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira