Alfons var í byrjunarliði Twente og lék tæpar sjötíu mínútur í hægri bakverði áður en hann var tekinn af velli.
Eftir tvö jafntefli í röð er Twente nú komið aftur á sigurbraut og situr í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig eftir 15 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Feyenoord sem trónir á toppnum og hefur leikið einum leik minna. FC Emmen situr hins vegar í 16. sæti með 11 stig.
Afgelopen! FC Twente hervat de competitie met een 2-0 thuiszege op FC Emmen. Doelpunten van Van Wolfswinkel en Sadilek.#TweEmm (2-0) pic.twitter.com/I0bW6j8zgw
— FC Twente (@fctwente) January 6, 2023
Þá lék Kristian Nökkvi Hlynsson allan leikinn með Jong Ajax er liðið bjargaði 1-1 jafntefli gegn Eindhoven FC í hollensku B-deildinni á sama tíma. Kristian og félagar sitja í tólfta sæti deildarinnar með 23 stig eftir 19 leiki.