Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. janúar 2023 07:00 Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði segir gildi nýrra kynslóða allt önnur en við þekktum áður og nú sé fólk líka farið að endurmennta sig og jafnvel skipta um starfsvettvang fram eftir öllum aldri. Það sé því ekki lengur hægt að byggja á reynslu fortíðarinnar, í mannauðsmálum þurfi vinnustaðir að horfa til framtíðarinnar. Aðsend „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. „Gildi nýrrar kynslóðar eru allt önnur í dag en þeirrar kynslóðar sem er að hverfa af vinnumarkaði. Tryggð og helgun starfsmanna mun í framtíðinni haldast í hendur við hvernig fyrirtækin standa að velferð starfsmanna sinna en ekki það eitt að fólk hafi vinnu og ofan í sig og á, eins og var ríkara hér áður fyrr,“ segir Íris. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þær áherslur sem sérfræðingar telja að verði einkennandi í mannauðsmálum árið 2023. Vinnustaðamenning þarf að breytast Aðspurð um áherslur í mannauðsmálum á komandi ári segist Íris helst vilja sjá vinnustaði leggja aukna áherslu á þjálfun starfsfólks og stjórnenda. Og eins aukna áherslu á breytta vinnustaðamenningu. Fyrirtæki bjóða nú til dæmis í auknum mæli upp á fjarvinnu, hvort sem það er að hluta til eða öllu leyti sem er að mörgu leyti frábær lausn fyrir bæði starfsfólk og vinnuveitendur. Hins vegar koma svona breytingar ekki án áskoranna og í mínu starfi verð ég mikið vör við að vinnustaðamenningin eigi eftir að ná að hlaupa uppi þessa þróun.“ Íris segir fólk alltaf vilja upplifa sig sem hluta af heild. Þess vegna sé svo mikilvægt að horfa til uppbyggingar á vinnustaðamenningu, samskipti og samvinnu sem taki mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. „Ef ekki er unnið markvisst að þessu er hætta á að fyrirtæki missi frá sér starfsfólk sem upplifir sig ekki sem hluta af teyminu.“ Í þessu ljósi segir Íris það einnig staðreynd að mannauðsfólk hafi sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn mikilvægt innan vinnustaða og nú. Svo miklar séu breytingarnar og svo margar séu áskoranirnar framundan. Ekki síst breytingar sem hafa orðið og eru að þróast hratt í kjölfar heimsfaraldurs. „Þess vegna vona ég að við sjáum stjórnendur mannauðs koma meira að stefnumótun og stjórnun fyrirtækja, þetta ætti að vera forgangsatriði fyrirtækja.“ Megum ekki hægja á okkur Íris telur gríðarlega mikilvægt að vinnustaðir haldi öllum þeim boltum á lofti sem nú eru. Þróun og breytingar séu gífurlega hraðar en mikilvægt að við hægjum ekki á okkur heldur höldum áfram að byggja á því sem þegar hefur áunnist. „Heimsfaraldurinn hrinti af stað miklum breytingum hvað varðar tækniumhverfið en einnig hefur viðhorf gagnvart vinnuumhverfi og vellíðan í starfi og einkalífi breyst í takt við umhverfi sem gerir allt aðrar kröfur heldur en fyrir nokkrum árum síðan. Núna er tíminn til að endurskilgreina vinnuumhverfið til þess að það standist þessar nýju kröfur og nýti tæknina til fulls.“ En hvað telur þú að vinnustaðir mættu búa sig betur undir? Nýja og breytta kynslóð starfsmanna og breyttar kröfur þeirra til starfsins og sjálfs síns. Til þess þarf að fylgjast vel með því nýjasta í faginu hverju sinni sem og rannsóknum.“ Þá bendir Íris á að í dag sinni starfsfólk endurmenntun á öllum aldri og geti því auðveldlega skipt um vinnustað eða jafnvel starfsvettvang hvenær sem er. „Undir það verða vinnustaðir að búa sig og halda vel á spöðunum til að missa ekki sitt hæfasta fólk sem og einnig laða til sín nýtt starfsfólk.“´ Persónulega finnst Írisi það athyglisverðast hversu mikil jákvæðni, dugnaður og kraftur einkenni starfsfólk og vinnustaði, þrátt fyrir mótbyr og erfiðleika sem verið hafa síðustu misseri. „Það hversu sveigjanlega og fljótt við getum öll brugðist við þegar virkilega á reynir hefur verið aðdáunarvert.“ Þá segir hún það skemmtilegt að fylgjast með hversu vinnustaðir hafa verið fljótir að tileinka sér nýtt umhverfi og nýja möguleika með breyttum starfsháttum og nýjum tækifærum að verða til. „Það er ánægjulegt hversu stórt hlutverk vellíðan og heilsa fær í nútíma vinnuumhverfi og eins sú áhersla sem starfsfólk leggur á sína eigin símenntun og þróun. Nú er orðið nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að setja þessi mál í fyrirrúm til að þess að laða að sér og halda í sitt besta fólk.“ En Íris leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé að vera á tánum og á vaktinni með þær breytingar sem eru í gangi. Ný og breytt störf í formi ráðgjafar, tímabundnar ráðningar eða í skertu starfshlutfalli eru líka að verða meira áberandi með tilkomu svokallaðra „giggara“. Þessi tegund starfa býður upp á fjölbreytt tækifæri á báða bóga og verður spennandi að fylgjast með áhrifum þess á vinnumarkaðinn,“ segir Íris og bætir við: „Það er óhætt að segja að mannauðsfólkið hefur staðið í ströngu en þeirri vakt er langt frá því lokið. Hvet stjórnendur fyrirtækja til að hlúa vel að mannauðsfólkinu sínu og gefa þeim hrós, viðurkenningu og jafnvel eina fimmu fyrir vel unnin störf. Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Fjarvinna Tengdar fréttir Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00 Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023 „Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 30. desember 2022 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Gildi nýrrar kynslóðar eru allt önnur í dag en þeirrar kynslóðar sem er að hverfa af vinnumarkaði. Tryggð og helgun starfsmanna mun í framtíðinni haldast í hendur við hvernig fyrirtækin standa að velferð starfsmanna sinna en ekki það eitt að fólk hafi vinnu og ofan í sig og á, eins og var ríkara hér áður fyrr,“ segir Íris. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um þær áherslur sem sérfræðingar telja að verði einkennandi í mannauðsmálum árið 2023. Vinnustaðamenning þarf að breytast Aðspurð um áherslur í mannauðsmálum á komandi ári segist Íris helst vilja sjá vinnustaði leggja aukna áherslu á þjálfun starfsfólks og stjórnenda. Og eins aukna áherslu á breytta vinnustaðamenningu. Fyrirtæki bjóða nú til dæmis í auknum mæli upp á fjarvinnu, hvort sem það er að hluta til eða öllu leyti sem er að mörgu leyti frábær lausn fyrir bæði starfsfólk og vinnuveitendur. Hins vegar koma svona breytingar ekki án áskoranna og í mínu starfi verð ég mikið vör við að vinnustaðamenningin eigi eftir að ná að hlaupa uppi þessa þróun.“ Íris segir fólk alltaf vilja upplifa sig sem hluta af heild. Þess vegna sé svo mikilvægt að horfa til uppbyggingar á vinnustaðamenningu, samskipti og samvinnu sem taki mið af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. „Ef ekki er unnið markvisst að þessu er hætta á að fyrirtæki missi frá sér starfsfólk sem upplifir sig ekki sem hluta af teyminu.“ Í þessu ljósi segir Íris það einnig staðreynd að mannauðsfólk hafi sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn mikilvægt innan vinnustaða og nú. Svo miklar séu breytingarnar og svo margar séu áskoranirnar framundan. Ekki síst breytingar sem hafa orðið og eru að þróast hratt í kjölfar heimsfaraldurs. „Þess vegna vona ég að við sjáum stjórnendur mannauðs koma meira að stefnumótun og stjórnun fyrirtækja, þetta ætti að vera forgangsatriði fyrirtækja.“ Megum ekki hægja á okkur Íris telur gríðarlega mikilvægt að vinnustaðir haldi öllum þeim boltum á lofti sem nú eru. Þróun og breytingar séu gífurlega hraðar en mikilvægt að við hægjum ekki á okkur heldur höldum áfram að byggja á því sem þegar hefur áunnist. „Heimsfaraldurinn hrinti af stað miklum breytingum hvað varðar tækniumhverfið en einnig hefur viðhorf gagnvart vinnuumhverfi og vellíðan í starfi og einkalífi breyst í takt við umhverfi sem gerir allt aðrar kröfur heldur en fyrir nokkrum árum síðan. Núna er tíminn til að endurskilgreina vinnuumhverfið til þess að það standist þessar nýju kröfur og nýti tæknina til fulls.“ En hvað telur þú að vinnustaðir mættu búa sig betur undir? Nýja og breytta kynslóð starfsmanna og breyttar kröfur þeirra til starfsins og sjálfs síns. Til þess þarf að fylgjast vel með því nýjasta í faginu hverju sinni sem og rannsóknum.“ Þá bendir Íris á að í dag sinni starfsfólk endurmenntun á öllum aldri og geti því auðveldlega skipt um vinnustað eða jafnvel starfsvettvang hvenær sem er. „Undir það verða vinnustaðir að búa sig og halda vel á spöðunum til að missa ekki sitt hæfasta fólk sem og einnig laða til sín nýtt starfsfólk.“´ Persónulega finnst Írisi það athyglisverðast hversu mikil jákvæðni, dugnaður og kraftur einkenni starfsfólk og vinnustaði, þrátt fyrir mótbyr og erfiðleika sem verið hafa síðustu misseri. „Það hversu sveigjanlega og fljótt við getum öll brugðist við þegar virkilega á reynir hefur verið aðdáunarvert.“ Þá segir hún það skemmtilegt að fylgjast með hversu vinnustaðir hafa verið fljótir að tileinka sér nýtt umhverfi og nýja möguleika með breyttum starfsháttum og nýjum tækifærum að verða til. „Það er ánægjulegt hversu stórt hlutverk vellíðan og heilsa fær í nútíma vinnuumhverfi og eins sú áhersla sem starfsfólk leggur á sína eigin símenntun og þróun. Nú er orðið nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að setja þessi mál í fyrirrúm til að þess að laða að sér og halda í sitt besta fólk.“ En Íris leggur áherslu á hversu mikilvægt það sé að vera á tánum og á vaktinni með þær breytingar sem eru í gangi. Ný og breytt störf í formi ráðgjafar, tímabundnar ráðningar eða í skertu starfshlutfalli eru líka að verða meira áberandi með tilkomu svokallaðra „giggara“. Þessi tegund starfa býður upp á fjölbreytt tækifæri á báða bóga og verður spennandi að fylgjast með áhrifum þess á vinnumarkaðinn,“ segir Íris og bætir við: „Það er óhætt að segja að mannauðsfólkið hefur staðið í ströngu en þeirri vakt er langt frá því lokið. Hvet stjórnendur fyrirtækja til að hlúa vel að mannauðsfólkinu sínu og gefa þeim hrós, viðurkenningu og jafnvel eina fimmu fyrir vel unnin störf.
Mannauðsmál Stjórnun Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Fjarvinna Tengdar fréttir Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00 Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023 „Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 30. desember 2022 07:01 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. 11. janúar 2023 07:00
Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023 „Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. 30. desember 2022 07:01
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00