Gestirnir í Galatasaray tóku forystuna strax á 16. mínútu leiksins með marki frá Victor Nelsson áður en Belginn Dries Mertens bætti öðru marki liðsins við stuttu fyrir hálfleiks og staðan því 2-0, Galatasaray í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn minnkuðu muninn þegar tæpar 25 mínútur voru til leiksloka, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna.
Galatasaray er því á leið í átta liða úrslit tyrknesku bikarkeppninnar, en Rúnar Alex og félagar sitja eftir með sárt ennið.