„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 20:00 Gísli Þorgeir keyrir í gegnum brasilísku vörnina. Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. „Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00