Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en ört dýpkandi lægð nálgast nú landið.
Á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfells- og Lyngdalsheiði má reikna með hríðarveðri og litlu skyggni eftir klukkan 14. Reiknað er með að óveðrið standi fram á nótt.
Á vef Veðurstofunnar segir seint í dag verði ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu.
Frost verður á bilinu núll til tíu stig, en það gæti hlánað við suðurströndina um tíma kvöld.
#Veður: Á Suðurlandi fer hratt versnandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum ofsaveður og hviður 40-55 m/s frá kl. 14 til 18. Litlu síðar í Öræfum. Á Hellisheiði, Þrengslum,Mosfells- og Lyngdalsheiði hríðarveður og lítið skyggni eftir kl. 14. Stendur fram á nótt.#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2023