Var við dauðans dyr sextán ára Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2023 07:19 Idol keppandinn Guðjón Smári Smárason kvaddi keppnina síðasta föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Við skildum ekkert, ég var svo gulur. „Djöfull er ég með skrýtinn lit“ hugsaði ég en þá kom í ljós að lifrin var ónýt,“ segir Idol stjarnan og gleðigjafinn Guðjón Smári Smárason í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Gott að grípa í húmorinn Guðjón Smári er sá keppandi sem datt út úr Idol keppninni á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld og standa nú aðeins fjórir keppendur eftir. Frá fyrstu prufum vakti Guðjón strax mikla athygli fyrir glaðlega og vægast sagt hressilega framkomu en sjálfur viðurkennir hann að eiga það til að grípa fljótt í húmorinn í aðstæðum sem hann upplifið óþægilegar eða vandræðalegar. Hann er 25 ára Vestmannaeyingur en aðeins sextán ára gamall veiktist hann frekar skyndilega og settu veikindin mikinn svip á unglingsárin. „Þetta var þá sjálfsónæmi í lifur en þá fer maður bara beint í ónæmisbælandi meðferð,“ segir Guðjón og bætir við í kímni: „Og þá er maður bara góður!“ Guðjón Smári heillaði þjóðina með röddinni og húmornum.Vísir/Hulda Margrét Erfið en þroskandi lífsreynsla Meðferðin var þó ekki svo einföld en á árunum sextán til átján ára þurfti hann að eyða mestum tíma sínum á sjúkrahúsi og segist hann hafa notað hvert tækifæri til að fara í helgarheimsóknir heim til Eyja. Þó svo að ferlið hafi vissulega verið erfitt og veikindin reynt á óharðnaðan unglinginn þá búi hann alltaf að þessari þroskandi lífsreynslu. Þetta er mjög þroskandi ferli, að vera svona veikur. Að horfa jafnvel á vinina á fylleríi og eignast kærustur og ég bara að fara í einhverjar aðgerðir. Einlægnin skín sannarlega í gegn hjá þessum glaðværa eyjapeyja þó svo að grínið og kaldhæðnin sé aldrei langt undan. Viðtalið við Guðjón í held sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Heldur fast í gleðina Aðspurður segist hann vel gera sér grein fyrir þessari tilhneigingu sinni og útskýrir að einfaldlega sé hann svo glaður og hamingjusamur fyrir það eitt að fá tækifæri til þess að vera þátttakandi í lífinu. Ég man að ég hugsaði oft til þess hvað maður var að missa af svo miklu. Maður var að fá snöppin frá öllum í partíum og svona. Allir að taka myndir saman. Svo þegar maður kom aftur til baka þá var svo gaman. Það var svo mikil gleði að fá að vera með og ég hef einhvern veginn bara haldið í þessa gleði síðan. Hreifst af kraftinum í rödd Sverris Bergmann Aðspurður hvenær söngáhuginn hafi kviknað fyrir alvöru segir hann það hafa verið um ári áður en hann veikist. Hann hafi verið að hlusta á Föstudagslögin með Sverri Bergmann og hafi heillast af kraftinum í röddinni hans. „Ég hugsaði með mér: Ætli ég sé góður að syngja en ég bara veit ekki af því?“ Þegar hann hafi svo prófað að syngja hafi hann komist að því að söngurinn þarfnaðist töluverðar þjálfunar. Ég hugsaði að ég ætla allavega að æfa mig, svo eftir nokkur ár get ég kannski farið í karókí og haldið tón. Vantaði bara aðeins meiri athygli Hvað var það sem fékk þig til þess að taka þátt? „Ef ég má tala hreina íslensku, þá vantaði mig bara aðeins meiri athygli,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að vera jú svolítið athyglissjúkur. Hann hafi þó ekki búist við allri þessari athygli sem fylgdi Idolinu. „Þetta er bara sprengja!!!“ Þó svo að Idol-vegferð Guðjóns sé nú formlega lokið segir tækifærin vinda upp á sig óvenju fljótt. „Þetta er svo fljótt að gerast, ég er bara byrjaður að taka á móti einhverjum giggum,“ segir hann uppi með sér og eilítið hissa. Hann segist ekki oft verða vandræðalegur en það komi honum skemmtilega á óvart hvað ókunnungt fólk setji þetta ekki fyrir sig að hrósa honum eða bóka hann á viðburði í gegnum Instagram. Ég er að taka árshátíðir og mæta og syngja tvö þrjú lög og svo eitthvað sprell. Það vill enginn heyra mig bara syngja,“ segir hann og hlær. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Idol Bakaríið Bylgjan Vestmannaeyjar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira