Og hvað svo? Tryggvi Sch. Thorsteinsson skrifar 2. febrúar 2023 14:30 Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar