Hallgrímur Thorberg Björnsson, yfirmaður hjá Cyren á Íslandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Í gær barst flestum uppsagnarbréf eins og þruma úr heiðskíru lofti.
„Þetta kemur öllum gífurlega á óvart. Þetta er ákvörðun sem var tekin af yfirstjórn fyrirtækisins í Bandaríkjunum og flestir fá uppsagnarbréf í gær. Þetta eru þrjátíu starfsmenn sem eru gríðarlega hæfleikaríkir með mikla sérþekkingu. Þetta eru gríðarleg vonbrigði sérstaklega þar sem reksturinn sem við berum ábyrgð á hér á Íslandi gekk afar vel. En móðurfélagið er í miklum vandræðum,“ segir Hallgrímur.
Fyrirtækið er ekki alveg orðið gjaldþrota en í fréttatilkynningu sem móðurfyrirtækið sendi frá sér í gær segir að til þess að auka lausafé fyrirtækisins þurfi að ráðast í þessa aðgerð.