Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 23:56 Herþotur frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu yfir Kóreuskaga. AP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því í dag að Kim Jong Un, einræðisherra, hefði skipað forsvarsmönnum hers síns að auka þjálfun hermanna og vera tilbúnir til átaka. Frá Norður-Kóreu heyrast sífellt herskárri köll og eldflaugatilraunum fjölgar sífellt. Í frétt Washington Post er haft eftir sérfræðingum í varnarmálum Suður-Kóreu að þar á bæ telji ráðamenn að öryggisástand Suður-Kóreu og heimsins hafi tekið stakkaskiptum. Vegna þess þurfi að endurmeta hve mikið Kóreumenn geti treyst á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar og beiti mögulega kjarnorkuvopnum sínum til varnar Suður-Kóreu. Auknar líkur séu taldar á átökum víða í Evrópu og í Asíu og það veki áhyggjur um það hvort Bandaríkjamenn gætu yfir höfuð komið Suður-Kóreu til varnar. Forsetinn nefndi kjarnorkuvopn Til marks um þessa umræðu er bent á að Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, sagði í síðasta mánuði að kjarnorkuvopn kæmu til greina, þó það væri ólíklegur kostur. Í kjölfarið sagðist hann þó treysta fullkomlega á það að Suður-Kóreu væri undir kjarnorkuvernd Bandaríkjanna. Kannanir í Suður-Kóreu sýna fram á að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að ríkið öðlist kjarnorkuvopn vegna ógnarinnar frá Norður-Kóreu. Suður-Kórea er þó aðili að alþjóðasamningnum um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. Embættismenn sögðu í samtali við Washington Post að þeir vildu taka harðari afstöðu gagnvart ógnunum frá Norður-Kóreu og að viðræður við ríkisstjórn Bandaríkjanna um hvernig það væri hægt stæðu yfir. Einn viðmælandi miðilsins sagði að kjarnorkuvopn kæmu varla til greina en það að íbúar landsins vildu þau, væri til marks um það hve mikið þau teldu sér ógnað. Hann sagði þessar áhyggjur vera mikilvægar og það þyrfti að koma til móts við þær. Japanir einnig með áhyggjur Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist mjög á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Spennuna má einnig rekja til tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á herafla ríkisins á undanförnum árum. Yfirvöld í Japan hafa einnig áhyggjur af stöðu mála í Austur-Asíu. Ríkisstjórn landsins hét því í lok síðasta árs að auka fjárútlát til varnarmála til muna og að kaupa mikið magn vopna. Hótar notkun kjarnorkuvopna Kim hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Norður-Kóreumenn eru einnig sagðir vinna að þróun svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna, sem eru minni en hefðbundnar kjarnorkusprengjur og ætlaðar til notkunar á víglínum í stað þess að granda borgum og iðnaðarsvæðum. Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu funduðu í síðustu viku en þá sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að frekari hergögn yrðu send til Suður-Kóreu og herafli Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrði aukinn. Ráðherrarnir tilkynntu einnig að sameiginlegum heræfingum yrði fjölgað. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Japan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. 26. desember 2022 11:48 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því í dag að Kim Jong Un, einræðisherra, hefði skipað forsvarsmönnum hers síns að auka þjálfun hermanna og vera tilbúnir til átaka. Frá Norður-Kóreu heyrast sífellt herskárri köll og eldflaugatilraunum fjölgar sífellt. Í frétt Washington Post er haft eftir sérfræðingum í varnarmálum Suður-Kóreu að þar á bæ telji ráðamenn að öryggisástand Suður-Kóreu og heimsins hafi tekið stakkaskiptum. Vegna þess þurfi að endurmeta hve mikið Kóreumenn geti treyst á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar og beiti mögulega kjarnorkuvopnum sínum til varnar Suður-Kóreu. Auknar líkur séu taldar á átökum víða í Evrópu og í Asíu og það veki áhyggjur um það hvort Bandaríkjamenn gætu yfir höfuð komið Suður-Kóreu til varnar. Forsetinn nefndi kjarnorkuvopn Til marks um þessa umræðu er bent á að Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, sagði í síðasta mánuði að kjarnorkuvopn kæmu til greina, þó það væri ólíklegur kostur. Í kjölfarið sagðist hann þó treysta fullkomlega á það að Suður-Kóreu væri undir kjarnorkuvernd Bandaríkjanna. Kannanir í Suður-Kóreu sýna fram á að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að ríkið öðlist kjarnorkuvopn vegna ógnarinnar frá Norður-Kóreu. Suður-Kórea er þó aðili að alþjóðasamningnum um að dreifa ekki kjarnorkuvopnum. Embættismenn sögðu í samtali við Washington Post að þeir vildu taka harðari afstöðu gagnvart ógnunum frá Norður-Kóreu og að viðræður við ríkisstjórn Bandaríkjanna um hvernig það væri hægt stæðu yfir. Einn viðmælandi miðilsins sagði að kjarnorkuvopn kæmu varla til greina en það að íbúar landsins vildu þau, væri til marks um það hve mikið þau teldu sér ógnað. Hann sagði þessar áhyggjur vera mikilvægar og það þyrfti að koma til móts við þær. Japanir einnig með áhyggjur Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist mjög á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Spennuna má einnig rekja til tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á herafla ríkisins á undanförnum árum. Yfirvöld í Japan hafa einnig áhyggjur af stöðu mála í Austur-Asíu. Ríkisstjórn landsins hét því í lok síðasta árs að auka fjárútlát til varnarmála til muna og að kaupa mikið magn vopna. Hótar notkun kjarnorkuvopna Kim hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Norður-Kóreumenn eru einnig sagðir vinna að þróun svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna, sem eru minni en hefðbundnar kjarnorkusprengjur og ætlaðar til notkunar á víglínum í stað þess að granda borgum og iðnaðarsvæðum. Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu funduðu í síðustu viku en þá sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að frekari hergögn yrðu send til Suður-Kóreu og herafli Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrði aukinn. Ráðherrarnir tilkynntu einnig að sameiginlegum heræfingum yrði fjölgað.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Japan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28 Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. 26. desember 2022 11:48 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. 11. janúar 2023 07:28
Norður-Kórea sendi dróna inn í lofthelgi nágrannana Suður-Kóreumenn brugðust hratt við þegar norður-kóreskum drónum var flogið inn í lofthelgi landsins í dag. Skotið var í átt að drónunum og orrustuþotur sendar til móts við þá. 26. desember 2022 11:48
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12