Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Breiðablik 135-95 | Eftir erfiða byrjun gjörsigruðu Njarðvíkingar Blika Jakob Snævar Ólafsson skrifar 16. febrúar 2023 22:33 Dedrick Basile og félagar unnu risasigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Breiðablik mættust í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 135-95. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn með miklum látum og voru komnir 0-11 yfir eftir tvær hálfa og mínútu. Heimamenn tóku við það leikhlé og náðu að komast betur inn í leikinn og jafna 15-15 og komast loks yfir undir lok fyrsta leikhluta en flautukarfa Egils Vignisssonar sá til þess að Breiðablik leiddi 29-30 í lok leikhlutans. Breiðablik var eins og venjulega mun duglegri að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna en fyrir innan hana og voru með fimmtíu prósent skotnýtingu úr slíkum skotum. Stigaskor dreifðist einnig með jafnari hætti milli leikmanna en hjá Njarðvík. Í fyrsta leikhluta skoruðu Nacho Martin, með níu, og Mario Matasovic, með þrettán, tuttugu og tvö af tuttugu og níu stigum Njarðvíkinga. Í öðrum leikhluta fóru gestirnir að gefa eftir í vörninni og heimamenn náðu á móti að herða sinn varnarleik. Skotnýting Breiðabliks fór niður á við og skotnýting Njarðvíkinga að sama skapi upp á við. Leikur heimamanna hvíldi ekki jafnmikið á herðum Matasovic og Martin og fleiri leikmenn fóru að skora meira. Í liði Blika var þróunin gagnstæð og leikur þeirra hvíldi í auknum mæli á herðum Everage Lee Richardson. Liðin skiptust á að hafa forystuna en eftir miðjan leikhlutann náðu Njarðvíkingar að auka forskotið aðeins og voru tíu stigum yfir í hálfleik 67-57. Í þriðja leikhluta leiddi Njarðvík með fjórum til tíu stigum framan af. Í seinni hluta leikhlutans náðu heimamenn hins vegar að sigla fram úr og salla niður stigum á gestina. Sóknarleikurinn hjá Breiðablik hrundi og þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 103-79 fyrir heimamenn. Fjórði leikhluti var formsatriði. Njarðvíkingar skiptu yngri leikmönnum inn á og að lokum skoraði hver einasti leikmaður heimamanna stig í leiknum. Breiðablik náði ekki að minnka muninn. Ungu leikmennirnir hjá Njarðvík bættu í og niðurstaðan var fjörtíu stiga sigur heimamanna 135-95. Af hverju vann Njarðvík? Heimamenn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik og gengu frá Blikum. Sóknarleikur Njarðvíkinga var betri. Þeir hittu miklu betur en Breiðablik í hálfleiknum og boltinn flæddi mjög vel hjá þeim. Njarðvíkingar náðu að nýta hæð sína og styrk enn betur og mun meira munaði á fráköstum í seinni hálfleik en í þeim fyrri, Njarðvíkingum í vil. Njarðvíkingar sýndu góða liðsframmistöðu. Allir leikmenn skoruðu og fjórir skoruðu tuttugu stig eða meira. Við þessu áttu gestirnir fá svör og í seinni hálfleik var Everage Lee Richardson sá eini þeirra sem var með lífsmarki. Hverjir stóðu upp úr? Nacho Martin verður að eiga þessa nafnbót. Hann var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með þrjátíu og eitt stig og skotnýting hans var einstaklega góð. Hann hitti úr tólf af þrettán skotum sínum utan af velli og öllum þremur vítaskotunum sem hann fékk. Lisandro Rasio klikkaði einnig bara á einu skoti utan af velli en misnotaði eitt vítaskot og var næst stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Hvað gekk illa? Það gekk allt illa hjá Breiðablik í seinni hálfleik. Þeirra helsta vopn, hraðinn og þriggja stiga skotin, brást og þá var voðinn vís. Þeirra stóri maður Julio De Assis var meiddur og þá réðu þeir engan veginn við stóru mennina hjá Njarðvík. Eins og oft áður hjá Breiðablik gekk varnarleikurinn illa og það er erfitt að vinna leiki þegar þú hittir ekki nógu vel úr skotunum þínum og færð á þig 135 stig. Einnig gekk þjálfara Breiðabliks, Pétri Ingvarssyni, illa að mæta í viðtal við fréttamann Vísis eftir leik. Pétur jánkaði því fyrir leik að hann myndi mæta í viðtal að leik loknum en var fljótur, ásamt leikmönnum og öðrum Blikum, að yfirgefa Ljónagryfjuna eftir að lokaflautið gall. Hvað gerist næst? Njarðvík heldur sínum sess meðal efstu liða. Breiðablik er enn í sjötta sæti en Stjarnan getur náð þeim að stigum með sigri á Hetti annað kvöld. Tveggja vikna hlé verður á keppni í Subway deildinni vegna leikja íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Næstu leikir í deildinni verða 5. mars og þá á Breiðablik heimaleik á móti Tindastól. Daginn eftir halda Njarðvíkingar í Hafnarfjörð og heimsækja Hauka. „Það var góð ákvörðun að koma hingað“ Spánverjinn Nacho Martin, leikmaður Njarðvíkur, setti níutíu og tvö prósent skota sinna, í leiknum, utan af velli ofan í körfuna. Hann minnist þess ekki hvort hann hafi náð svo góðri skotnýtingu áður í leik á sínum ferli. „Ég man það ekki. Ég er búinn að spila körfubolta í svo mörg ár en ég er mjög ánægður. Við lékum mjög vel sérstaklega í síðari hálfleik. Leikurinn var okkur erfiður í byrjun en svo fórum við ná góðum skotum og hitta betur. Ég er ánægður fyrir hönd alls liðsins en ekki bara sjálfs míns.“ Nacho viðurkenndi að hafa átt í erfiðleikum með þann mikla hraða sem einkennir leik Breiðabliks. „Fyrsti leikurinn minn á Íslandi var á móti þeim og ég trúði ekki hversu hratt þeir spiluðu. Hversu fljótir þeir eru að skjóta og í kvöld spiluðu þeir eins. Í byrjun gekk þeim betur að skora en þegar leið á leikinn. Svona spila þeir. Um leið og maður skorar úr sniðskoti hlaupa þeir af stað og skora úr þriggja stiga skoti. Maður verður bara að venjast því.“ Nacho Martin er mjög ánægður með að vera leikmaður hjá Njarðvík. „Mér líður vel. Þau hugsa vel um mig. Ég er ánægður. Ég er að spila körfubolta, ég er ánægður með liðið mitt. Allt liðið og öll sem starfa í kringum það er eins og fjölskylda. Ég er mjög ánægður hérna. Það var góð ákvörðun að koma hingað.“ Nacho Martin er mjög bjartsýnn fyrir það sem eftir er af keppnistímabilinu. „Við erum að spila vel og höfum unnið marga leiki í röð. Við getum ennþá bætt okkur bæði í vörn og sókn en ég trúi á liðsfélaga mína og við erum með virkilega gott lið.“ Subway-deild karla Breiðablik UMF Njarðvík
Njarðvík og Breiðablik mættust í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 135-95. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn með miklum látum og voru komnir 0-11 yfir eftir tvær hálfa og mínútu. Heimamenn tóku við það leikhlé og náðu að komast betur inn í leikinn og jafna 15-15 og komast loks yfir undir lok fyrsta leikhluta en flautukarfa Egils Vignisssonar sá til þess að Breiðablik leiddi 29-30 í lok leikhlutans. Breiðablik var eins og venjulega mun duglegri að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna en fyrir innan hana og voru með fimmtíu prósent skotnýtingu úr slíkum skotum. Stigaskor dreifðist einnig með jafnari hætti milli leikmanna en hjá Njarðvík. Í fyrsta leikhluta skoruðu Nacho Martin, með níu, og Mario Matasovic, með þrettán, tuttugu og tvö af tuttugu og níu stigum Njarðvíkinga. Í öðrum leikhluta fóru gestirnir að gefa eftir í vörninni og heimamenn náðu á móti að herða sinn varnarleik. Skotnýting Breiðabliks fór niður á við og skotnýting Njarðvíkinga að sama skapi upp á við. Leikur heimamanna hvíldi ekki jafnmikið á herðum Matasovic og Martin og fleiri leikmenn fóru að skora meira. Í liði Blika var þróunin gagnstæð og leikur þeirra hvíldi í auknum mæli á herðum Everage Lee Richardson. Liðin skiptust á að hafa forystuna en eftir miðjan leikhlutann náðu Njarðvíkingar að auka forskotið aðeins og voru tíu stigum yfir í hálfleik 67-57. Í þriðja leikhluta leiddi Njarðvík með fjórum til tíu stigum framan af. Í seinni hluta leikhlutans náðu heimamenn hins vegar að sigla fram úr og salla niður stigum á gestina. Sóknarleikurinn hjá Breiðablik hrundi og þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan 103-79 fyrir heimamenn. Fjórði leikhluti var formsatriði. Njarðvíkingar skiptu yngri leikmönnum inn á og að lokum skoraði hver einasti leikmaður heimamanna stig í leiknum. Breiðablik náði ekki að minnka muninn. Ungu leikmennirnir hjá Njarðvík bættu í og niðurstaðan var fjörtíu stiga sigur heimamanna 135-95. Af hverju vann Njarðvík? Heimamenn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik og gengu frá Blikum. Sóknarleikur Njarðvíkinga var betri. Þeir hittu miklu betur en Breiðablik í hálfleiknum og boltinn flæddi mjög vel hjá þeim. Njarðvíkingar náðu að nýta hæð sína og styrk enn betur og mun meira munaði á fráköstum í seinni hálfleik en í þeim fyrri, Njarðvíkingum í vil. Njarðvíkingar sýndu góða liðsframmistöðu. Allir leikmenn skoruðu og fjórir skoruðu tuttugu stig eða meira. Við þessu áttu gestirnir fá svör og í seinni hálfleik var Everage Lee Richardson sá eini þeirra sem var með lífsmarki. Hverjir stóðu upp úr? Nacho Martin verður að eiga þessa nafnbót. Hann var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með þrjátíu og eitt stig og skotnýting hans var einstaklega góð. Hann hitti úr tólf af þrettán skotum sínum utan af velli og öllum þremur vítaskotunum sem hann fékk. Lisandro Rasio klikkaði einnig bara á einu skoti utan af velli en misnotaði eitt vítaskot og var næst stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Hvað gekk illa? Það gekk allt illa hjá Breiðablik í seinni hálfleik. Þeirra helsta vopn, hraðinn og þriggja stiga skotin, brást og þá var voðinn vís. Þeirra stóri maður Julio De Assis var meiddur og þá réðu þeir engan veginn við stóru mennina hjá Njarðvík. Eins og oft áður hjá Breiðablik gekk varnarleikurinn illa og það er erfitt að vinna leiki þegar þú hittir ekki nógu vel úr skotunum þínum og færð á þig 135 stig. Einnig gekk þjálfara Breiðabliks, Pétri Ingvarssyni, illa að mæta í viðtal við fréttamann Vísis eftir leik. Pétur jánkaði því fyrir leik að hann myndi mæta í viðtal að leik loknum en var fljótur, ásamt leikmönnum og öðrum Blikum, að yfirgefa Ljónagryfjuna eftir að lokaflautið gall. Hvað gerist næst? Njarðvík heldur sínum sess meðal efstu liða. Breiðablik er enn í sjötta sæti en Stjarnan getur náð þeim að stigum með sigri á Hetti annað kvöld. Tveggja vikna hlé verður á keppni í Subway deildinni vegna leikja íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Næstu leikir í deildinni verða 5. mars og þá á Breiðablik heimaleik á móti Tindastól. Daginn eftir halda Njarðvíkingar í Hafnarfjörð og heimsækja Hauka. „Það var góð ákvörðun að koma hingað“ Spánverjinn Nacho Martin, leikmaður Njarðvíkur, setti níutíu og tvö prósent skota sinna, í leiknum, utan af velli ofan í körfuna. Hann minnist þess ekki hvort hann hafi náð svo góðri skotnýtingu áður í leik á sínum ferli. „Ég man það ekki. Ég er búinn að spila körfubolta í svo mörg ár en ég er mjög ánægður. Við lékum mjög vel sérstaklega í síðari hálfleik. Leikurinn var okkur erfiður í byrjun en svo fórum við ná góðum skotum og hitta betur. Ég er ánægður fyrir hönd alls liðsins en ekki bara sjálfs míns.“ Nacho viðurkenndi að hafa átt í erfiðleikum með þann mikla hraða sem einkennir leik Breiðabliks. „Fyrsti leikurinn minn á Íslandi var á móti þeim og ég trúði ekki hversu hratt þeir spiluðu. Hversu fljótir þeir eru að skjóta og í kvöld spiluðu þeir eins. Í byrjun gekk þeim betur að skora en þegar leið á leikinn. Svona spila þeir. Um leið og maður skorar úr sniðskoti hlaupa þeir af stað og skora úr þriggja stiga skoti. Maður verður bara að venjast því.“ Nacho Martin er mjög ánægður með að vera leikmaður hjá Njarðvík. „Mér líður vel. Þau hugsa vel um mig. Ég er ánægður. Ég er að spila körfubolta, ég er ánægður með liðið mitt. Allt liðið og öll sem starfa í kringum það er eins og fjölskylda. Ég er mjög ánægður hérna. Það var góð ákvörðun að koma hingað.“ Nacho Martin er mjög bjartsýnn fyrir það sem eftir er af keppnistímabilinu. „Við erum að spila vel og höfum unnið marga leiki í röð. Við getum ennþá bætt okkur bæði í vörn og sókn en ég trúi á liðsfélaga mína og við erum með virkilega gott lið.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti