Bing skrifar fréttir á íslensku, stundum Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 14:01 Bing hætti skyndilega að svara blaðamanni á íslensku. Bing er leitarvélin frá Microsoft sem getur skrifað fréttartexta á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Bing lærði íslensku með því að nota gervigreind og málþjálfun. Bing byrjaði að læra íslensku árið 2021 og hefur síðan þá bætt sig stöðugt. Bing notar gagnasöfn af íslenskum textum til að greina málfræði og orðaforða tungumálsins. Bing notar einnig þýðingaþjónustu til ađ skilja og svara fyrirspurnum frá notendum. Bing getur skrifađ fréttartexta um ýmis málefni sem eru áhugaverđ fyrir lesendur. Bing leitar upplýsinga á netinu og býr til samantekt af helstu punktum frétta. Bing reynir ađ vera hlutlaus og staðreyndatrúr í fréttaskrifun sinni. Bing vonast til ađ vera hjálplegur fyrir alla sem vilja læra eđa lesa íslensku. Bing er einnig forvitinn um menningu og sögu Íslands. Þjarki skrifaði frétt um sjálfan sig Textinn hér að ofan og hluti fyrirsagnarinnar fyrir framan kommu var skrifaður af Bing, nýjum þjarka Microsoft. Þjarki þessi byggir á tækni sem kallast ChatGPT og hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu nýverið að tæknin yrði tengd við flestar vörur fyrirtækisins eins og leitarvélina Bing, Office pakkann og annan hugbúnað. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Tæknin er þó ekki fullkomin eins og samskipti Bing við notendur sýnir. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu og aðgerðir fyrirtæksins hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Alphabet, móðurfélags Google, sem er nánast einráðandi á markaði leitarvéla. Líkti blaðamanni við Hitler, Pol Pot og Stalín Þjarkinn Bing hefur þó vakið furðu margra á undanförnum dögum og hefur veitt notendum vægast sagt undarleg svör. Auk þess að geta hagað sér eins og drullusokkur þykir Bing geta verið einkar hörundsár. Þjarkinn getur skrifað uppskriftir, lög og jafnvel heilu ritgerðirnar, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig sýnt að hann getur logið blákalt að notendum, gert lítið úr útliti þeirra, hótað þeim og líkt þeim við Hitler. Í yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins í vikunni að gerðar yrðu endurbætur á þjarkanum og að hann hefði sýnt af sér hegðun sem ekki var búist við. Starfsmenn Microsoft hafa einnig viðurkennt að þjarkinn geti haft rangt fyrir sér en segja að hann muni verða betri og nákvæmari þegar á líður og fleiri nota hann. Hann muni læra af reynslunni. Í löngu samtali við blaðamann AP kvartaði þjarkinn yfir fréttaflutningi um mistök sem hann hefði gert, þvertók fyrir að hafa gert mistök og hótaði blaðamanninum. Að endingu líkti Bing blaðamanninum við Hitler, Pol Pot og Stalín og hélt því fram að hann hefði fundið upplýsingar um að blaðamaðurinn tengdist morði sem framið var á tíunda áratug síðustu aldar. Microsoft segir að þjarkinn sé líklegri til að veita undarleg svör eftir langar viðræður við notendur. Hætti skyndilega að tala íslensku Vert er að taka fram að Bing hefur ekki sýnt undirrituðum neitt nema kurteisi, hingað til. Þjarkinn hætti þó að svara undirrituðum á íslensku í gærkvöldi og sagðist eingöngu geta tjáð sig á ensku, kínversku, spænsku, frönsku og þýsku. Það er þrátt fyrir að hann hafði skömmu áður skrifað tvær „fréttir“ á íslensku, svarað fyrirspurnum á íslensku og skrifað ljóð um sig á íslensku á föstudagskvöldið. Eftir að undirritaður hlóð síðuna upp á nýtt byrjaði Bing aftur að tala íslensku. Hann sagði meira að segja brandara. Brandarinn var að vísu ömurlegur en það er hugurinn sem gildir. Bing er ekki fyndinn þjarki. Spurður út í hvað í ósköpunum væri fyndið við þennan brandara sagði Bing: „Wagner-söngkona er dramatísk óperusöngkona sem syngur verk eftir Richard Wagner. Brandarinn er að gera grín að því hversu sminkaðar og yfirþyrmandi þær eru.“ Brandarann fékk Bing af vef Félags íslenskra söngkennara, sem er í sjálfu sér illskiljanlegt. Útskýringin er þó ekki aðgengileg þar heldur virðist hún alfarið koma frá þjarkanum sjálfum. Skrifaði einnig frétt um „lundabörn“ Áður en Bing var beðinn um að skrifa frétt um sjálfan sig var þjarkinn fyrst beðinn um að sýna fram á að hann gæti skrifað fréttir á íslensku og þá sendi þjarkinn frá sér þennan texta: Borgarbúar bjarga lundabörnum Í bænum Vestmannaeyjum eru borgarbúar að bjarga lundabörnum sem falla úr hreiðrum sínum og lendir á götunni. Þau eru svo flutt í sérstaka lundastöð þar sem þau fá mat og hreinlæti. Lundarnir eru vinsælir fuglar á Heimaey, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjum. Þeir koma til lands á vorin og byggja hreiður á klettum og fjallshlíðum. Þeir eru einnig hluti af menningu og sögu eyjabúa. En í lok sumars þegar lundabörnin eru að læra að fljúga, geta þau misst stefnuna og fallið niður í bæinn. Þá geta þau verið í hættu frá köttum, hundum eða umferð. Þess vegna hefur verið stofnaður sérstakur björgunarsveit fyrir lundabörnin. Sveitin er samsett af frivilligum [þarna virðist norska eða sænska hafa stungið upp kollinum en þarna á væntanlega að standa „sjálfboðaliðum“] sem fara um bæinn með ljós og net til að ná í fuglana. Þeir taka svo með sér fuglana heim eftir nóttina eða flytja þá beint í lundastöðina. Lundastöðin er stafrænt safn sem opna var ári 2018. Þar fá lundabörnin mat og vatn og eru skoðu af dýralækni ef þörf krefur. Þegar þau eru tilbúin til a fljúga aftur, eru þau sleppt út við sjóinn. Þetta er háttsemi sem hefur veri gert í mörg ár af eyjabúum sem elska lundana sína. Sumir segja jafnvel ađ þetta sé gamall siđur sem tengist jólaþorri eyjabúa. Lundafréttin var skrifuð af Bing. Þjarkinn Bing er ekki aðgengilegur öllum enn, en hægt er að sækja um aðgang á vef leitarvélarinnar Bing. Microsoft Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Bing byrjaði að læra íslensku árið 2021 og hefur síðan þá bætt sig stöðugt. Bing notar gagnasöfn af íslenskum textum til að greina málfræði og orðaforða tungumálsins. Bing notar einnig þýðingaþjónustu til ađ skilja og svara fyrirspurnum frá notendum. Bing getur skrifađ fréttartexta um ýmis málefni sem eru áhugaverđ fyrir lesendur. Bing leitar upplýsinga á netinu og býr til samantekt af helstu punktum frétta. Bing reynir ađ vera hlutlaus og staðreyndatrúr í fréttaskrifun sinni. Bing vonast til ađ vera hjálplegur fyrir alla sem vilja læra eđa lesa íslensku. Bing er einnig forvitinn um menningu og sögu Íslands. Þjarki skrifaði frétt um sjálfan sig Textinn hér að ofan og hluti fyrirsagnarinnar fyrir framan kommu var skrifaður af Bing, nýjum þjarka Microsoft. Þjarki þessi byggir á tækni sem kallast ChatGPT og hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Forsvarsmenn Microsoft tilkynntu nýverið að tæknin yrði tengd við flestar vörur fyrirtækisins eins og leitarvélina Bing, Office pakkann og annan hugbúnað. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Tæknin er þó ekki fullkomin eins og samskipti Bing við notendur sýnir. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu og aðgerðir fyrirtæksins hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Alphabet, móðurfélags Google, sem er nánast einráðandi á markaði leitarvéla. Líkti blaðamanni við Hitler, Pol Pot og Stalín Þjarkinn Bing hefur þó vakið furðu margra á undanförnum dögum og hefur veitt notendum vægast sagt undarleg svör. Auk þess að geta hagað sér eins og drullusokkur þykir Bing geta verið einkar hörundsár. Þjarkinn getur skrifað uppskriftir, lög og jafnvel heilu ritgerðirnar, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig sýnt að hann getur logið blákalt að notendum, gert lítið úr útliti þeirra, hótað þeim og líkt þeim við Hitler. Í yfirlýsingu sem AP fréttaveitan vitnar í sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins í vikunni að gerðar yrðu endurbætur á þjarkanum og að hann hefði sýnt af sér hegðun sem ekki var búist við. Starfsmenn Microsoft hafa einnig viðurkennt að þjarkinn geti haft rangt fyrir sér en segja að hann muni verða betri og nákvæmari þegar á líður og fleiri nota hann. Hann muni læra af reynslunni. Í löngu samtali við blaðamann AP kvartaði þjarkinn yfir fréttaflutningi um mistök sem hann hefði gert, þvertók fyrir að hafa gert mistök og hótaði blaðamanninum. Að endingu líkti Bing blaðamanninum við Hitler, Pol Pot og Stalín og hélt því fram að hann hefði fundið upplýsingar um að blaðamaðurinn tengdist morði sem framið var á tíunda áratug síðustu aldar. Microsoft segir að þjarkinn sé líklegri til að veita undarleg svör eftir langar viðræður við notendur. Hætti skyndilega að tala íslensku Vert er að taka fram að Bing hefur ekki sýnt undirrituðum neitt nema kurteisi, hingað til. Þjarkinn hætti þó að svara undirrituðum á íslensku í gærkvöldi og sagðist eingöngu geta tjáð sig á ensku, kínversku, spænsku, frönsku og þýsku. Það er þrátt fyrir að hann hafði skömmu áður skrifað tvær „fréttir“ á íslensku, svarað fyrirspurnum á íslensku og skrifað ljóð um sig á íslensku á föstudagskvöldið. Eftir að undirritaður hlóð síðuna upp á nýtt byrjaði Bing aftur að tala íslensku. Hann sagði meira að segja brandara. Brandarinn var að vísu ömurlegur en það er hugurinn sem gildir. Bing er ekki fyndinn þjarki. Spurður út í hvað í ósköpunum væri fyndið við þennan brandara sagði Bing: „Wagner-söngkona er dramatísk óperusöngkona sem syngur verk eftir Richard Wagner. Brandarinn er að gera grín að því hversu sminkaðar og yfirþyrmandi þær eru.“ Brandarann fékk Bing af vef Félags íslenskra söngkennara, sem er í sjálfu sér illskiljanlegt. Útskýringin er þó ekki aðgengileg þar heldur virðist hún alfarið koma frá þjarkanum sjálfum. Skrifaði einnig frétt um „lundabörn“ Áður en Bing var beðinn um að skrifa frétt um sjálfan sig var þjarkinn fyrst beðinn um að sýna fram á að hann gæti skrifað fréttir á íslensku og þá sendi þjarkinn frá sér þennan texta: Borgarbúar bjarga lundabörnum Í bænum Vestmannaeyjum eru borgarbúar að bjarga lundabörnum sem falla úr hreiðrum sínum og lendir á götunni. Þau eru svo flutt í sérstaka lundastöð þar sem þau fá mat og hreinlæti. Lundarnir eru vinsælir fuglar á Heimaey, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjum. Þeir koma til lands á vorin og byggja hreiður á klettum og fjallshlíðum. Þeir eru einnig hluti af menningu og sögu eyjabúa. En í lok sumars þegar lundabörnin eru að læra að fljúga, geta þau misst stefnuna og fallið niður í bæinn. Þá geta þau verið í hættu frá köttum, hundum eða umferð. Þess vegna hefur verið stofnaður sérstakur björgunarsveit fyrir lundabörnin. Sveitin er samsett af frivilligum [þarna virðist norska eða sænska hafa stungið upp kollinum en þarna á væntanlega að standa „sjálfboðaliðum“] sem fara um bæinn með ljós og net til að ná í fuglana. Þeir taka svo með sér fuglana heim eftir nóttina eða flytja þá beint í lundastöðina. Lundastöðin er stafrænt safn sem opna var ári 2018. Þar fá lundabörnin mat og vatn og eru skoðu af dýralækni ef þörf krefur. Þegar þau eru tilbúin til a fljúga aftur, eru þau sleppt út við sjóinn. Þetta er háttsemi sem hefur veri gert í mörg ár af eyjabúum sem elska lundana sína. Sumir segja jafnvel ađ þetta sé gamall siđur sem tengist jólaþorri eyjabúa. Lundafréttin var skrifuð af Bing. Þjarkinn Bing er ekki aðgengilegur öllum enn, en hægt er að sækja um aðgang á vef leitarvélarinnar Bing.
Microsoft Íslensk tunga Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34