Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 06:20 Mats Löfving, lögreglustjóri í Stokkhólmi og á Gotlandi og staðgengill ríkislögreglustjóra, er lengst til hægri á myndinni. EPA Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. „Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær. Svíþjóð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
„Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær.
Svíþjóð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira