Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 22:35 Fólkið ætlaði að fara með verðmætin í Góða hirðinn. Vísir/Sigurjón Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau. Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“ Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Rætt var við Sigurð Helga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sigurður Helgi segir að nokkrir aðilar, hann sjálfur þar með talinn, hafi tekið það að sér að aðstoða fólk við að meta verðmæti hluta, til dæmis í dánarbúum. „Þegar kemur að svona eins og með dánarbú, þegar fólk situr kannski með heilt einbýlishús og það veit í raun og veru ekkert hvar það á að byrja, þá eru nokkrir aðilar sem hafa tekið að sér að koma inn og reyna að aðstoða fólk við að hafa einhverja yfirsýn. Vegna þess að þetta getur verið svo ofboðslega mikið. Það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir er að fólk hendi verðmætum hlutum eða gefi þá.“ Sigurður Helgi er þá spurður hvort Íslendingar séu gjarnir á að henda hlutum án þess að hugsa út í verðmæti þeirra. „Ég held að þetta hafi svolítið breyst,“ segir hann við því. „Fólk hélt betur utan um hlutina að mínu mati hér áður fyrr, fólk nýtti hluti betur. En mín kynslóð, við erum svolítil svona IKEA kynslóð, förum og kaupum nýtt og hendum því sem er gamalt. Kannski er líka notagildið á hlutunum öðruvísi en það var.“ Mismunandi hvers konar hlutir eru verðmætir Aðspurður um það í hvaða hlutum verðmætin liggja oftast segir Sigurður Helgi að það sé mjög mismunandi. „Þetta er alls konar. Það er það sem við sjáum svolítið,“ segir hann. „Þegar ég kem heim til fólks þá er það oft þetta sem fólk heldur að sé mjög verðmætt, það er ekki það sem við erum að leita að. Það er til ofboðslega mikið af gömlum saumavélum sem amma átti og það var Biblía á hverju einasta heimili.“ Sigurður Helgi segir að fólk átti sig kannski ekki á því hvaða hlutir það eru sem geta verið verðmætir. Hann nefnir Montblanc penna og gamlar ljósmyndavélar sem dæmi um slíka hluti. Verðmætar ljósmyndavörur Sigurður Helgi segir þá frá því þegar hann var að hjálpa fólki sem var næstum því búið að fara með mikil verðmæti í Góða hirðinn. „Ég til dæmis man eftir því einu sinni þá fór ég til fólks og í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn voru Leica myndavélar og Leica linsur. Leica er náttúrulega þýsk eðal gæðaljósmyndavörur. Ég held að þetta hafi verið á í kringum milljón sem var í þessum kassa.“ Sigurður Helgi telur að fólk líti á svona myndavélar og hugsi með sér að fólk sé hætt að nota þær, því losi það sig við þær. Það er þó ljóst að fólk gæti viljað staldra við áður en það losar sig við svona muni því að sögn Sigurðar Helga tók enga stund að selja ljósmyndavörurnar. „Það var mjög auðvelt að hjálpa fólkinu að koma þessu í verð vegna þess að markaðurinn fyrir þessar ofboðslega vönduðu vörur er til staðar. Fólk bara áttar sig hreinlega ekki á þessu.“
Reykjavík síðdegis Sorpa Grín og gaman Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira