Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2023 22:20 Heiða Njóla Guðbrandsdóttir verkfræðingur er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hún spjallaði við flugmennina eftir fyrsta tilraunaflug vetnisknúinnar farþegaflugvélar í Washington-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Steingrímur Dúi Másson Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Dash 8-flugvél Universal Hydrogen taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Í stað þess að smíða nýjar flugvélar frá grunni þróar Universal Hydrogen þá leið til orkuskipta að umbreyta hreyflum og eldsneytiskerfum svo vélarnar verði vetnisknúnar. Tilraunaflugvél Universal Hydrogen, Dash 8-300, lyftir sér af jörðinni í fyrsta flugtakinu.Universal Hydrogen Til að gæta fyllstu varúðar í þessu fyrsta tilraunaflugi var þó aðeins annar hreyfillinn knúinn vetni en hinn venjulegu þotueldsneyti. Með viljayfirlýsingu frá árinu 2021 er Icelandair samstarfsaðili Universal Hydrogen og var með sinn sérfræðing á staðnum, Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Hún segir stemmninguna á flugvellinum hafa verið engu líka þegar flugmennirnir stigu frá borði að fluginu loknu. Þeim hafi verið fagnað eins og ofurhetjum. Eftir lendingu eru ný fullhlaðin vetnishylki sett aftast í vélina.Universal Hydrogen „Það er líka magnað að sjá vél á flugi þar sem kemur bara vatnsgufa út úr mótornum en engin mengun,“ segir Heiða Njóla, en glöggir áhorfendur geta vonandi greint vatnsgufuna í sjónvarpsfréttinni sem fylgir. „Og ég fékk einmitt tækifæri til að ræða þarna við flugmennina sem höfðu flogið vélinni. Auðvitað var fyrsta spurningin: Hvernig var tilfinningin? Hann sagði orðrétt: Þetta var bara eins og að fljúga Dash 8,“ hefur Heiða eftir flugstjóranum. Icelandair notar flugvélar af gerðinni Dash 8-200 og Dash 8-400 í innanlandsfluginu.Vilhelm Gunnarsson Dash 8 er einmitt sú tegund sem Icelandair notar á innanlandsleiðum og einnig sú sem Landhelgisgæslan notar. Með reynsluflugi Universal Hydrogen varð þessi tegund stærsta flugvél sögunnar til að fljúga á vetni með efnarafali. „Og meira að segja þá drógu þau af þegar þau voru komin í loftið. Þannig að þau flugu í rauninni nær eingöngu á vetninu. Það eru líka stór tímamót,“ segir Heiða. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er af gerðinni Dash 8-300. Gangi áætlanir Universal Hydrogen eftir væri einnig unnt að gera hana vetnisknúna árið 2025.Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Universal Hydrogen stefna að því að hefja afhendingu á umbreyttum og vottuðum vetnisknúnum farþegaflugvélum árið 2025. En gætum við séð slíka umbreytingu á vélum Icelandair á næstu árum? „Hver þróunin verður er auðvitað ekki gott að segja. En þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi á þessari vegferð. Það hefur verið talað um það að vetnisflug á þessum áratug sé raunhæfur möguleiki,“ svarar Heiða Njóla Guðbrandsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fulltrúi Universal Hydrogen kynnti verkefnið á Hringborði norðurslóða í Reykjavík í október í haust, sem sjá má í þessari frétt: Fréttir af flugi Icelandair Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Dash 8-flugvél Universal Hydrogen taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Í stað þess að smíða nýjar flugvélar frá grunni þróar Universal Hydrogen þá leið til orkuskipta að umbreyta hreyflum og eldsneytiskerfum svo vélarnar verði vetnisknúnar. Tilraunaflugvél Universal Hydrogen, Dash 8-300, lyftir sér af jörðinni í fyrsta flugtakinu.Universal Hydrogen Til að gæta fyllstu varúðar í þessu fyrsta tilraunaflugi var þó aðeins annar hreyfillinn knúinn vetni en hinn venjulegu þotueldsneyti. Með viljayfirlýsingu frá árinu 2021 er Icelandair samstarfsaðili Universal Hydrogen og var með sinn sérfræðing á staðnum, Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Hún segir stemmninguna á flugvellinum hafa verið engu líka þegar flugmennirnir stigu frá borði að fluginu loknu. Þeim hafi verið fagnað eins og ofurhetjum. Eftir lendingu eru ný fullhlaðin vetnishylki sett aftast í vélina.Universal Hydrogen „Það er líka magnað að sjá vél á flugi þar sem kemur bara vatnsgufa út úr mótornum en engin mengun,“ segir Heiða Njóla, en glöggir áhorfendur geta vonandi greint vatnsgufuna í sjónvarpsfréttinni sem fylgir. „Og ég fékk einmitt tækifæri til að ræða þarna við flugmennina sem höfðu flogið vélinni. Auðvitað var fyrsta spurningin: Hvernig var tilfinningin? Hann sagði orðrétt: Þetta var bara eins og að fljúga Dash 8,“ hefur Heiða eftir flugstjóranum. Icelandair notar flugvélar af gerðinni Dash 8-200 og Dash 8-400 í innanlandsfluginu.Vilhelm Gunnarsson Dash 8 er einmitt sú tegund sem Icelandair notar á innanlandsleiðum og einnig sú sem Landhelgisgæslan notar. Með reynsluflugi Universal Hydrogen varð þessi tegund stærsta flugvél sögunnar til að fljúga á vetni með efnarafali. „Og meira að segja þá drógu þau af þegar þau voru komin í loftið. Þannig að þau flugu í rauninni nær eingöngu á vetninu. Það eru líka stór tímamót,“ segir Heiða. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er af gerðinni Dash 8-300. Gangi áætlanir Universal Hydrogen eftir væri einnig unnt að gera hana vetnisknúna árið 2025.Vilhelm Gunnarsson Ráðamenn Universal Hydrogen stefna að því að hefja afhendingu á umbreyttum og vottuðum vetnisknúnum farþegaflugvélum árið 2025. En gætum við séð slíka umbreytingu á vélum Icelandair á næstu árum? „Hver þróunin verður er auðvitað ekki gott að segja. En þetta er gríðarlega mikilvægur áfangi á þessari vegferð. Það hefur verið talað um það að vetnisflug á þessum áratug sé raunhæfur möguleiki,“ svarar Heiða Njóla Guðbrandsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fulltrúi Universal Hydrogen kynnti verkefnið á Hringborði norðurslóða í Reykjavík í október í haust, sem sjá má í þessari frétt:
Fréttir af flugi Icelandair Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33