Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87-86 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 21:13 Kristófer Breki setti tvo stóra þrista undir lok leiks í Grindavík í kvöld Dramatíkin var allsráðandi í Grindavík í kvöld þegar heimamenn unnu ótrúlegan 87-86 sigur á Hetti í Subway-deildinni. Þristur frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru eftir tryggði heimamönnum stigin tvö. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sóknarleikur Hattar gekk illa. Heimamenn leiddu 44-30 í hálfleik og eins og tölurnar gefa til kynna voru gestirnir í miklum erfiðleikum með að ná í stig. Strax í þriðja leikhluta kom samt lífsmark í gestina. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn en Bryan Alberts setti meðal annars þrjár þriggja stiga körfur í röð í lok þriðja leikhluta. Hattarmenn héldu áhlaupinu áfram í byrjun fjórða leikhluta og voru skyndilega komnir í níu stiga forystu. Grindavík gekk illa að skora en náðu þó vopnum sínum á ný og þriggja stiga karfa frá Damier Pitts kom þeim einu stigi yfir. Pitts fór þó illa að ráði sínu í stöðunni 82-82. Obie Trotter stal boltanum af honum í tvígang og Höttur komst fjórum stigum yfir. Grindvíkingar minnkuðu muninn af vítalínunni og Hattarmenn tóku leikhlé með 13,2 sekúndur á klukkunni. Hattarmenn klikkuðu hins vegar á innkastinu og Pitts fór í hálfgalinn þrist þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Skotið rataði rétta leið, þristur Hattar í lokin geigaði og Grindvíkingar fögnuðu gríðarlega 87-86 sigri. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar gerðu sitt besta til að kasta þessum sigri frá sér eftir að hafa nánast valtað yfir Hattarmenn í fyrri hálfleik. Kæruleysi þeirra, og þá ekki síst kæruleysi Damier Pitts, var ótrúlegt á að horfa en Grindavíkurhjartað var á sínum stað annan leikinn í röð og sigurinn datt þeirra megin að þessu sinni. Syndaflausn Damier Pitts Damier Pitts var hetja Grindvíkinga í lokin þegar hann setti risastóran þrist sem tryggði þeim eins stigs sigur. Heilt yfir átti Pitts þó fremur slakan dag, hitti illa og skoraði lítið og tapaði svo auðvitað boltanum tvisvar í lokin sem hefði hæglega getað kostað Grindvíkinga sigurinn. Þessi karfa undir lokin mun þó mögulega stroka öll mistökin út í hugum stuðningsmanna Grindvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins er án vafa Bryan Anton Alberts. Hann tók leikinn einfaldlega yfir um miðjan þriðja leikhluta og skoraði stig í bunkum. Fimm þristar frá honum í kvöld í sjö tilraunum, 27 stig alls og fjórar stoðsendingar að auki. Sóknarlega var lítið að frétta hjá öðrum leikmönnum Hattar, en næstu menn voru með 14 og 13 stig, Timothy Guers með 14 og átta fráköst, Obadiah Trotter með 13 og fjóra stolna. Hjá Grindavík fór Gkay Skordilis á kostum, en hann skoraði tæp 30 prósent stiga þeirra, 28 alls og gekk Hattarmönnum lítið að ráða við hann í teignum þegar hann fékk boltann. Ólafur Ólafsson kom næstur með 18 stig, nokkur þeirra stór þegar neyðin var hvað stærst. Hvað gekk illa? Sókn Hattarmanna gekk hræðilega framan af leik. Skotnýting þeirra rétt yfir 20 prósentum lengi vel. En þeir fundu heldur betur taktinn þegar á leið, og enduðu með 40 prósent nýtingu fyrir utan. Hvað gerist næst? Grindvíkingar slíta sig tímabundið frá pakkanum í neðri hluta deildarinnar og sitja sem sakir standa einir í 6. sæti. Þeir eiga leik næst í Kópavogi gegn Breiðabliki þann 17. mars. Hattarmenn naga sig vafalaust í handarbökin yfir úrslitum kvöldsins, en þeir eiga leik næst á heimavelli gegn lánlausum Keflvíkingum þann 16. Jóhann Þór: „Á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að klára þetta.“ Það var ekki að sjá að Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, væri neitt sérstaklega stressaður eftir rafmagnaðar lokamínútur í Grindavík. Hvíldarpúlsinn var í góðu lagi hjá Jóhanni eftir leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Við vorum mjög góðir, hvað eigum við að segja, í 32 mínútur eða svo. En þá komu Hattarmenn sterkir til baka og fóru að ýta okkur út úr því sem okkur finnst þægilegt og gerðu bara mjög vel að koma sér inn í þetta og gott betur en það. Við komum svo til baka en vorum að missa þetta frá okkur en á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að klára þetta.“ Damier Pitts fór frá því að vera skúrkur Grindvíkinga í að vera hetja þeirra á um 20 sekúndna kafla. Jóhann sagði að þetta hefði verið ansi skrítið, það ætti varla að vera hægt að stela boltanum af manninum. „Þetta var rosalega skrítið, að láta „strippa“ sig svona á opnum velli. Ég er alltaf að skamma strákana þegar þeir eru að reyna að stela boltanum af honum á æfingum. Ég er alltaf að segja að það sé ekki hægt en fékk það heldur betur í hausinn núna. En bara kredit á hann fyrir að klára þetta. Hrikalega stór og mikilvægur sigur í baráttunni sem framundan er.“ Gkay Skordilis virðist loks vera að finna fjölina sína sóknarlega en annan leikinn í röð var hann afar skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum og stigahæstur Grindvíkinga að þessu sinni. „Hann er náttúrulega hörku leikmaður með flottan feril. Það bara tók hann tíma. Íslenskur körfubolti er bara eins og hann er. Hann þurfti bara að venjast þessari hörku og því sem má hér sem má hvergi annarsstaðar. Tók hann bara smá tíma og vonandi er þetta bara það sem koma skal.“ Kristófer Breki Gylfason virtist mögulega fara úr axlarlið undir lok leiks, en Jóhann sagðist þó hvorki geta staðfest né neitað að svo væri. „Ég á bara eftir að kanna það, ég var á leiðinni í það þegar þú kallaðir í mig! Vonandi er það ekkert alvarlegt, við megum ekkert við því að missa menn úr leik en það kemur bara í ljós.“ Grindvíkingar eiga Breiðablik næst, en Blikar fóru ansi illa með Grindvíkinga í fyrri viðureign þeirra í vetur. Þjálfarar liðanna voru greinilega báðir með hægðir ofarlega í huga eftir leik. „Við höfum nú gert það að vana að skíta á okkur í Kópavoginum þannig að það er bara kominn tími á alvöru frammistöðu þar. Þetta er annar stórleikur í þessari baráttu sem er í þessum pakka. Nú þurfum við bara að endurheimta og vera klárir á föstudaginn.“ „Það var pínu vorfílingur yfir þessu!“ Ólafur Ólafsson hatar ekki að fá að takast aðeins á inni á vellinumvísir/eyþór Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var að vonum ánægður með karakterinn í sínu liði. Þeir hafi bognað en ekki brotnað. „Ég er ánægður með hvernig við komum til baka eftir að hafa sýnt afleita frammistöðu í 3. leikhluta. Bara hrós á Hött að koma til baka, við vorum einhverjum 14-16 stigum yfir en ákváðum að hætta að spila körfubolta og láta þá ýta okkur út úr öllum okkar aðgerðum. Fórum svolítið að bogna en ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka eftir að hafa verið fjórum stigum undir þegar það voru 22 sekúndur eftir.“ Það var ekki bara verið að ýta Grindvíkingum út úr sínum aðgerðum, heldur var bókstaflega töluvert um ýtingar, óíþróttamannslegar villur og David Ramos var vísað út úr húsi fyrir fantabrögð. Ólafur kvartaði hins vegar ekkert yfir því. „Það var pínu vorfílingur yfir þessu! Er þetta ekki það sem fólk vill, að fá smá hörku? Ég er mjög ánægður með þetta, að fá að takast aðeins á. Ef það er villa þá er villa, það er ekki mitt að meta það. Ég er bara mjög ánægður með hvernig það var leyft að spila hér í kvöld.“ Löngu tímabært hrós á dómarana, en sú stétt hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í vetur. Ólafur hrósaði þeim Stefáni Kristinssyni og Birgi Hjörvarssyni sérstaklega. Það þýðir nefnilega ekkert að deila við dómarann, nema kannski ef maður heitir Þorleifur Ólafsson. „Ég hef stundum misst hausinn yfir því að fá ekki villur en það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég er ekki dómari leiksins, ég er leikmaður leiksins. Þeir eru þjálfaðir í því að meta hvort villa á sér stað eða ekki. Ég get ekki stjórnað því og get ekki röflað yfir því. Það er einn maður á Íslandi sem hefur getað röflað í dómurum. Það er Þorleifur bróðir minn. En hann er hættur svo að það er enginn á Íslandi sem getur komið með einhver rök sem dómarar hlusta á. Þeir allir þrír stóðu sig mjög vel í dag. Ég var sérstaklega ánægður með þessa tvo ungu stráka og Kiddi klikkar seint.“ Aðspurður um næsta leik gegn Breiðabliki sagðist Ólafur vera klár með leikskipulagið. „Ég stakk upp á því að við yrðum bara fjórir á fimm, og svo yrði bara einn eftir í vörn, svo að ég er bara spenntur!“ Það verður að teljast ólíklegt að Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur og bróðir Ólafs, taki þessa hugmynd til greina en það yrði í það minnsta áhugaverður leikur á að horfa! Subway-deild karla UMF Grindavík Höttur
Dramatíkin var allsráðandi í Grindavík í kvöld þegar heimamenn unnu ótrúlegan 87-86 sigur á Hetti í Subway-deildinni. Þristur frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru eftir tryggði heimamönnum stigin tvö. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og sóknarleikur Hattar gekk illa. Heimamenn leiddu 44-30 í hálfleik og eins og tölurnar gefa til kynna voru gestirnir í miklum erfiðleikum með að ná í stig. Strax í þriðja leikhluta kom samt lífsmark í gestina. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn en Bryan Alberts setti meðal annars þrjár þriggja stiga körfur í röð í lok þriðja leikhluta. Hattarmenn héldu áhlaupinu áfram í byrjun fjórða leikhluta og voru skyndilega komnir í níu stiga forystu. Grindavík gekk illa að skora en náðu þó vopnum sínum á ný og þriggja stiga karfa frá Damier Pitts kom þeim einu stigi yfir. Pitts fór þó illa að ráði sínu í stöðunni 82-82. Obie Trotter stal boltanum af honum í tvígang og Höttur komst fjórum stigum yfir. Grindvíkingar minnkuðu muninn af vítalínunni og Hattarmenn tóku leikhlé með 13,2 sekúndur á klukkunni. Hattarmenn klikkuðu hins vegar á innkastinu og Pitts fór í hálfgalinn þrist þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Skotið rataði rétta leið, þristur Hattar í lokin geigaði og Grindvíkingar fögnuðu gríðarlega 87-86 sigri. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar gerðu sitt besta til að kasta þessum sigri frá sér eftir að hafa nánast valtað yfir Hattarmenn í fyrri hálfleik. Kæruleysi þeirra, og þá ekki síst kæruleysi Damier Pitts, var ótrúlegt á að horfa en Grindavíkurhjartað var á sínum stað annan leikinn í röð og sigurinn datt þeirra megin að þessu sinni. Syndaflausn Damier Pitts Damier Pitts var hetja Grindvíkinga í lokin þegar hann setti risastóran þrist sem tryggði þeim eins stigs sigur. Heilt yfir átti Pitts þó fremur slakan dag, hitti illa og skoraði lítið og tapaði svo auðvitað boltanum tvisvar í lokin sem hefði hæglega getað kostað Grindvíkinga sigurinn. Þessi karfa undir lokin mun þó mögulega stroka öll mistökin út í hugum stuðningsmanna Grindvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins er án vafa Bryan Anton Alberts. Hann tók leikinn einfaldlega yfir um miðjan þriðja leikhluta og skoraði stig í bunkum. Fimm þristar frá honum í kvöld í sjö tilraunum, 27 stig alls og fjórar stoðsendingar að auki. Sóknarlega var lítið að frétta hjá öðrum leikmönnum Hattar, en næstu menn voru með 14 og 13 stig, Timothy Guers með 14 og átta fráköst, Obadiah Trotter með 13 og fjóra stolna. Hjá Grindavík fór Gkay Skordilis á kostum, en hann skoraði tæp 30 prósent stiga þeirra, 28 alls og gekk Hattarmönnum lítið að ráða við hann í teignum þegar hann fékk boltann. Ólafur Ólafsson kom næstur með 18 stig, nokkur þeirra stór þegar neyðin var hvað stærst. Hvað gekk illa? Sókn Hattarmanna gekk hræðilega framan af leik. Skotnýting þeirra rétt yfir 20 prósentum lengi vel. En þeir fundu heldur betur taktinn þegar á leið, og enduðu með 40 prósent nýtingu fyrir utan. Hvað gerist næst? Grindvíkingar slíta sig tímabundið frá pakkanum í neðri hluta deildarinnar og sitja sem sakir standa einir í 6. sæti. Þeir eiga leik næst í Kópavogi gegn Breiðabliki þann 17. mars. Hattarmenn naga sig vafalaust í handarbökin yfir úrslitum kvöldsins, en þeir eiga leik næst á heimavelli gegn lánlausum Keflvíkingum þann 16. Jóhann Þór: „Á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að klára þetta.“ Það var ekki að sjá að Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, væri neitt sérstaklega stressaður eftir rafmagnaðar lokamínútur í Grindavík. Hvíldarpúlsinn var í góðu lagi hjá Jóhanni eftir leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Við vorum mjög góðir, hvað eigum við að segja, í 32 mínútur eða svo. En þá komu Hattarmenn sterkir til baka og fóru að ýta okkur út úr því sem okkur finnst þægilegt og gerðu bara mjög vel að koma sér inn í þetta og gott betur en það. Við komum svo til baka en vorum að missa þetta frá okkur en á einhvern ótrúlegan hátt náðum við að klára þetta.“ Damier Pitts fór frá því að vera skúrkur Grindvíkinga í að vera hetja þeirra á um 20 sekúndna kafla. Jóhann sagði að þetta hefði verið ansi skrítið, það ætti varla að vera hægt að stela boltanum af manninum. „Þetta var rosalega skrítið, að láta „strippa“ sig svona á opnum velli. Ég er alltaf að skamma strákana þegar þeir eru að reyna að stela boltanum af honum á æfingum. Ég er alltaf að segja að það sé ekki hægt en fékk það heldur betur í hausinn núna. En bara kredit á hann fyrir að klára þetta. Hrikalega stór og mikilvægur sigur í baráttunni sem framundan er.“ Gkay Skordilis virðist loks vera að finna fjölina sína sóknarlega en annan leikinn í röð var hann afar skilvirkur í sínum sóknaraðgerðum og stigahæstur Grindvíkinga að þessu sinni. „Hann er náttúrulega hörku leikmaður með flottan feril. Það bara tók hann tíma. Íslenskur körfubolti er bara eins og hann er. Hann þurfti bara að venjast þessari hörku og því sem má hér sem má hvergi annarsstaðar. Tók hann bara smá tíma og vonandi er þetta bara það sem koma skal.“ Kristófer Breki Gylfason virtist mögulega fara úr axlarlið undir lok leiks, en Jóhann sagðist þó hvorki geta staðfest né neitað að svo væri. „Ég á bara eftir að kanna það, ég var á leiðinni í það þegar þú kallaðir í mig! Vonandi er það ekkert alvarlegt, við megum ekkert við því að missa menn úr leik en það kemur bara í ljós.“ Grindvíkingar eiga Breiðablik næst, en Blikar fóru ansi illa með Grindvíkinga í fyrri viðureign þeirra í vetur. Þjálfarar liðanna voru greinilega báðir með hægðir ofarlega í huga eftir leik. „Við höfum nú gert það að vana að skíta á okkur í Kópavoginum þannig að það er bara kominn tími á alvöru frammistöðu þar. Þetta er annar stórleikur í þessari baráttu sem er í þessum pakka. Nú þurfum við bara að endurheimta og vera klárir á föstudaginn.“ „Það var pínu vorfílingur yfir þessu!“ Ólafur Ólafsson hatar ekki að fá að takast aðeins á inni á vellinumvísir/eyþór Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var að vonum ánægður með karakterinn í sínu liði. Þeir hafi bognað en ekki brotnað. „Ég er ánægður með hvernig við komum til baka eftir að hafa sýnt afleita frammistöðu í 3. leikhluta. Bara hrós á Hött að koma til baka, við vorum einhverjum 14-16 stigum yfir en ákváðum að hætta að spila körfubolta og láta þá ýta okkur út úr öllum okkar aðgerðum. Fórum svolítið að bogna en ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka eftir að hafa verið fjórum stigum undir þegar það voru 22 sekúndur eftir.“ Það var ekki bara verið að ýta Grindvíkingum út úr sínum aðgerðum, heldur var bókstaflega töluvert um ýtingar, óíþróttamannslegar villur og David Ramos var vísað út úr húsi fyrir fantabrögð. Ólafur kvartaði hins vegar ekkert yfir því. „Það var pínu vorfílingur yfir þessu! Er þetta ekki það sem fólk vill, að fá smá hörku? Ég er mjög ánægður með þetta, að fá að takast aðeins á. Ef það er villa þá er villa, það er ekki mitt að meta það. Ég er bara mjög ánægður með hvernig það var leyft að spila hér í kvöld.“ Löngu tímabært hrós á dómarana, en sú stétt hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í vetur. Ólafur hrósaði þeim Stefáni Kristinssyni og Birgi Hjörvarssyni sérstaklega. Það þýðir nefnilega ekkert að deila við dómarann, nema kannski ef maður heitir Þorleifur Ólafsson. „Ég hef stundum misst hausinn yfir því að fá ekki villur en það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég er ekki dómari leiksins, ég er leikmaður leiksins. Þeir eru þjálfaðir í því að meta hvort villa á sér stað eða ekki. Ég get ekki stjórnað því og get ekki röflað yfir því. Það er einn maður á Íslandi sem hefur getað röflað í dómurum. Það er Þorleifur bróðir minn. En hann er hættur svo að það er enginn á Íslandi sem getur komið með einhver rök sem dómarar hlusta á. Þeir allir þrír stóðu sig mjög vel í dag. Ég var sérstaklega ánægður með þessa tvo ungu stráka og Kiddi klikkar seint.“ Aðspurður um næsta leik gegn Breiðabliki sagðist Ólafur vera klár með leikskipulagið. „Ég stakk upp á því að við yrðum bara fjórir á fimm, og svo yrði bara einn eftir í vörn, svo að ég er bara spenntur!“ Það verður að teljast ólíklegt að Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur og bróðir Ólafs, taki þessa hugmynd til greina en það yrði í það minnsta áhugaverður leikur á að horfa!
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu