Andri Fannar byrjaði á bekknum hjá NEC Nijmegen í dag sem kom sér í fína stöðu með tveimur mörkum frá Nany Dimata sitt hvoru megin við hálfleikspásuna. Dimata skoraði fyrra markið á 30. mínútu og bætti öðru marki við strax í upphafi síðari hálfleiks.
Reynsluboltinn Bas Dost minnkaði muninn fyrir Utrecht á 63. mínútu sem jafnaði svo metin fjórum mínútum síðar þegar Othman Boussaid skoraði.
Andri Fannar kom inn af bekknum á 72. mínútu en liði NEC tókst ekki að bæta við marki.
Lokatölur 2-2 og NEC er því áfram í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, fjórum stigum á eftir Utrecht sem er sæti ofar.