Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Pep Guardiola hefur enn ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu með Manchester City. Adam Davy/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira