Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 23:39 Trump tengir gagnrýni Pence á framgöngu sína 6. janúar 2021 við að honum vegni ekki nógu vel í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20