Hópurinn sem hefur ferðina á EM: Albert og Birkir ekki með en Sævar fær tækifæri Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 11:13 Sævar Atli Magnússon hefur verið að spila vel fyrir Lyngby og er í hópnum. vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum. Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina.
Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira