Martin er hægt og rólega að koma sér aftur af stað eftir meiðslin og hann kom ekkert við sögu lengi vel í leiknum.
Hann lék þó rétt tæpar sex mínútur um miðbik leiksins og skilaði á þeim stutta tíma sjö stigum og einni stoðsendingu.
Gengi Valnecia í Evrópudeildinni undanfarnar vikur hefur ekki verið gott og liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins. Sigurinn í kvöld var því kærkominn og Valencia situr nú í tíunda sæti deildarinnar með 14 sigra í 29 leikjum.
Átta efstu lið Evrópudeildarinnar fara í átta liða úrslit að deildarkeppninni lokinni og Martin og félagar eru aðeins einum sigri á eftir Baskonia sem situr í áttunda sæti.