Þetta var tilkynnt í gærkvöldi en síðustu daga hafa áhyggjur manna af heilsu bankakerfisins vestra farið vaxandi. Á dögunum fóru Silicon Valley og Signature bankarnir á hausinn og hafa þessar áhyggjur smitast um allan heim. Bandarísk yfirvöld fögnuðu ákvörðun bankanna um að styðja við bakið á First Republic.
Ellefu stórbankar taka þátt í aðgerðunum, en í forsvari eru risarnir JP Morgan og Citigroup. Hlutabréfaverð í First Republic, sem er með starfsemi á San Francisco svæðinu, tók kipp upp á við í kjölfar fregnanna en síðustu daga hafði það hrunið um rúm 70 prósent.