Alexandra skoraði eina mark Fiorentina á 51. mínútu þegar staðan var orðin 4-0 Rómverjum í vil. Gestirnir frá Róm bættu við einu marki undir lok leiks og unnu öruggan 5-1 sigur. Um var að ræða fyrsta leikinn eftir að deildinni var skipt upp.
Fiorentina er í efri helmingnum en það er nær ógerlegt fyrir Alexöndru og stöllur hennar að ná toppliði Roma sem er með 51 stig. Fiorentina er í 5. sæti með 35 stig, aðeins stigi minna en Inter sem er í 3. sæti.
Í Katar var Aron Einar í byrjunarliðinu þegar Al Arabi vann sannfærandi 4-1 sigur. Stigin þrjú lyfta Al Arabi á topp deildarinnar með 37 stig en Al-Duhail er í 2. sæti með stigi minna en tvo leiki til góða.