Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:00 Gaman saman. Jeff Bottari/Getty Images Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld. Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum. „Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena. Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu. „Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“ „Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“ Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref. The Grind with Gunnar Nelson: Gunnar Nelson Breaks Down His Latest Victory Against Bryan Barberena from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Tengdar fréttir Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30 Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30 Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19. mars 2023 23:30
Conor McGregor hrósar Gunnari í hástert: „Einn sá besti sem ég hef kynnst“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann góðan sigur er hann mætti aftur í hringinn gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í O2 höllinni í London í gærkvöldi. 19. mars 2023 10:30
Gunnar Nelson kláraði Bryan Barberena í fyrstu lotu Gunnar Nelson vann Bryan Barberena með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður. 18. mars 2023 22:43
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti