Svört skýrsla um rasisma og kvenfyrirlitningu hjá Lundúnarlögreglunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2023 07:33 Casey dregur ekkert undan og málar afar dökka mynd af lögreglunni í skýrslunni. epa/Kirsty O'Connor Lundúnarlögreglan er ónýt, rúin trausti og þjáist af kerfisbundnum rasisma, kvenfyrirlitningu og fordómum gegn samkynhneigðum. Þetta segir í nýrri 363 blaðsíðna skýrslu um stöðu lögreglunnar, sem unnin var undir forystu barónessunnar Louise Casey. Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira