Wolfsburg sat á toppi deildarinnar fyrir leik kvöldsins, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Bayern sem sat í öðru sæti. Toppsæti deildarinnar var því undir.
Eins og áður segir spilaði Glódís Perla allan leikinn fyrir Bayern í kvöld, en Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn af varamannabekknum fyrir Wolfsburg þegar um hálftími var eftir af venjulegum leiktíma. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tíman á varamannabekk Bayern.
Það var að lokum Georgia Stanway sem skoraði eina mark leiksins þegar hún kom heimakonum í Bayern í forystu með marki af vítapunktinum rúmum fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Niðurstaðan varð því 1-0 sigur Bayern sem lyfti sér upp fyrir Wolfsburg á topp deildarinnar með sigrinum. Bayern er nú með 43 stig eftir 16 leiki, einu stigi meira en Wolfsburg sem situr í öðru sæti.
𝐖𝐇𝐀𝐓 𝐀 𝐖𝐈𝐍, what a team! 😍
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 25, 2023
🔝of the table! 💪#FCBFrauen #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/VsevxLXBOj