Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson. Vísir/Hulda Margrét Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. „Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira