Medina er 23 ára gamall og hefur leikið afar vel í miðri vörn Lens síðustu ár. Lens lenti í sjöunda sæti í fyrra en var lengi vel í baráttu um Meistaradeildarsæti og hefur gert gott betur í ár. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, aðeins sex stigum frá Paris Saint-Germain.
Liðið getur því minnkað bilið í þrjú stig með sigri á laugardagskvöldið. Medina var til viðtals í hlaðvarpsþætti í vikunni þar sem hann var spurður út í stjörnur PSG, landa hans Lionel Messi og Frakkann Kylian Mbappé.
„Ef Messi kemst framhjá mér í leiknum mun ég annað hvort rífa í treyjuna hans eða knúsa hann - Gefðu mér knús fyrir heimsmeistaratitilinn,“ sagði Medina.
„En ef Mbappé kemst framhjá mér munu þeir þurfa að fjarlægja hann í sjúkrabíl,“ bætti hann við.
Messi hafði betur gegn Mbappé í úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í desember. Argentína varð heimsmeistari í fjórða sinn og í fyrsta skipti síðan 1986.