Nef Zlatan til sölu fyrir tæpar 15 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 10:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með AC Milan. Vísir/Getty Nefið af styttunni sem gerð var af Zlatan Ibrahimovic virðist vera til sölu en hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum það til kaups á síðustu dögum. Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira