Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með Kökukast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. apríl 2023 18:00 Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með bráðskemmtilega kökuskreytingarþætti þann 24. apríl næstkomandi. Sunna Björk Hákonardóttir Hinir stórskemmtilegu bræður Gústi B og Árni Beinteinn eru að fara af stað með glænýja þætti. Þættirnir nefnast Kökukast og hefja göngu sína hér á Vísi og á Stöð 2+ næstkomandi mánudag. Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds
Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15