Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 10:24 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu ensku úrvalsdeildarinnar og hvetur fólk til að opna sig um sín vandamál. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu. Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu.
Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira