Gleymir aldrei augnablikinu þegar hún fékk þær fréttir að það væri enginn hjartsláttur Stefán Árni Pálsson skrifar 19. apríl 2023 10:30 Helga öskraði þegar hún fékk staðfestinguna að enginn hjartsláttur væri til staðar. Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi. Helga Margrét Þorsteinsdóttir er þrjátíu og fimm ára gömul, gift Björgvini Rafni Sigurðarsyni og saman eiga þau þrjú börn. Fyrsta barn þeirra, Kormákur Emil, fæddist andvana árið 2016 þegar Helga var á lokametrum meðgöngunnar. Helga lýsir þeim hjónum sem „excel skjali“ og þau skipulögðu allt í þaular þegar í ljós kom að þau ættu von á sínu fyrsta barni. „Meðgangan gengur bara ótrúlega vel og ég finn sama sem ekkert fyrir henni, kannski aðeins byrjunarerfileikar en ekkert óeðlilegt. Við vorum ótrúlega spennt og tókum myndir alveg í hverri viku, alltaf á sama stað svo við sáum breytinguna,“ segir Helga. Eftirvæntingin var mikil og hreiðurgerðin í fullum gangi. „Eins og ég er þá er ég mjög skipulögð og var búin að undirbúa allt og mér finnst mjög óþægilegt að gera allt á síðasta snúning. Á 34. viku er barnaherbergið tilbúið.“ Finnur ekki neitt Mánudaginn 25. júlí 2016 átti Helga tíma í hefðbundið mæðraeftirlit á heilsugæslunni. Hún var þá gengin 34 vikur og því einungis sex vikur í áætlaðan fæðingardag. Hún segir að kvöldið áður hafi hún fundið kröftugt spark frá Kormáki í móðurkviði. „Mæðraverndin gengur bara venjulega fyrir sig og svo í lokin ætlar hún að hlusta eftir hjartslætti og það gerist bara ekkert. Hún heldur að tækið sé bara batteríslaust og hleypur yfir og ætlar að ná í hitt tækið sem hún gerir. Hún finnur ekki neitt og ákveður að hringja niður á Landspítala og sendir okkur þangað til að skoða þetta betur. Helga og Björgvin fóru beint á Landspítalann. Hún segir að á leiðinni þangað hafi hún verið með mjög öran hjartslátt og fundið það á sér að það væri ekki allt með felldu. „Við komum og það er strax tekið á móti okkur og við förum beint inn í skoðunarherbergi. Hún skoðar og kemur og það er ekki neitt. Hún tilkynnir okkur þá, því miður það er enginn hjartsláttur. Mig grunaði þetta á leiðinni en þetta var ákveðin staðfesting og ég man að ég öskraði og hef held ég aldrei sýnt eins miklar tilfinningar.“ Kormákur kom í heiminn andvana. Eftir að þau fengu þessar erfiðu fréttir fór læknir farið yfir næstu skref með þeim „Næstu skref voru í raun bara að við fengum að velja hvenær við vildum fara í gangsetningu. Ég var einhvern veginn aldrei til staðar og leið eins og ég væri ekki inni í líkaman mínum og fylgdi bara flæðinu. Fyrir mér var þetta eðlilegur hlutur að ég væri að fara fæða barnið mitt og ég hugsaði einhvern veginn ekki þarna að ég væri að fara fæða hann dáinn. Maðurinn minn segir þarna, er ekki keisari í svona málum. Þá er okkur sagt að það sé best fyrir konuna og líkamann að fæða barnið eðlilega og best fyrir sorgarúrvinnsluna, sögðu þau.“ Lokuðu strax herberginu hans Þau ákváðu í sameiningu að fara í gangsetningu sem fyrst og fóru heim til þess að sækja þá hluti sem þau þurftu að hafa með sér. „Okkur fannst ótrúlega skrýtið að koma heim. Þó hann væri ekki fæddur, það var einhver tómleikatilfinning þegar þú labbaðir inn. Við lokuðum strax herberginu hans sem við vorum búin að gera tilbúið og vorum ekki alveg tilbúin að fara þangað inn.“ Á Landspítalanum tók svo við gangsetningarferlið. Foreldrar Helgu og Björgvins komu og voru með þeim í ferlinu. Ferlið tók rúman sólarhring. Hún segir að fæðingin hafi gengið hratt fyrir sig og Kormákur sonur þeirra fæddist andvana klukkan tíu á þriðjudagskvöldið. „Og þar annað kemur þessi tilfinning sem helltist yfir mig. Þetta er eins og venjuleg fæðing og hann kemur á bringuna á mér og þá varð þetta enn þá raunverulegra að hann væri dáinn. Þó að maður vissi að hann væri dáinn, þá kom aftur þessi yfir yfirþyrmandi sorg.“ Parið fór djúpt í sorgarferli eftir missinn. Í ár heldur Gleym mér ei styrktarfélag upp á tíu ára afmæli félagsins. Félagið er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Eitt af þeim verkefnum sem félagið hefur fjármagnað er að kaupa kælivöggur fyrir Landspítalann sem gera foreldrum barna sem hafa látist meiri tíma til að vera með barninu. Helga segir að eftir fæðingu Kormáks hafi þau fengið slíka vöggu á stofuna til sín. „Og það munaði ótrúlega miklu. Ég hugsaði það eftir á að hvað hefði gerst ef þessi vagga hefði ekki verið, þá hefði þurft að taka ann strax af okkur. Hann var með okkur um nóttina og síðan daginn eftir.“ Helga segir að þau hafi farið djúpt í sorgina eftir missinn. Þau tóku ákvörðun um að tilkynna vinum, vandamönnum og samstarfsfólki um missinn opinberlega til þess að forðast spurningar og að þau hafi alltaf talað opinskátt um barnsmissinn. Hún segir að á árum áður hafi missir sem þessi ekki verið viðurkenndur en að margt hafi breyst til hins betra. Hún segir að þau hafi mætt miklum skilningi og fengið mikinn stuðning hjá vinum og vandamönnum. Fólk mun segja heimskulega hluti „Það voru allir sem viðurkenndu þetta. Ljósmóðirin sagði við okkur áður en við fórum að fólk sé misjafnt og fólk mun segja allskonar heimskulega hluti, vitlausa hluti og við ættum ekki að taka það inn á okkur.“ Þau voru staðráðin í því eftir að Kormákur lést að reyna að eignast annað barn. Helga verður ófrísk frekar stuttu eftir að þau byrja að reyna á ný og hún segir að hún hafi upplifað mikinn kvíða á meðgöngunni og að hræðslan um að sagan myndi endurtaka sig hafi læðst aftan að henni. Dóttir Helgu og Björgvins kom í heiminn síðla árs 2017 og þau eignuðust svo dreng á síðasta ári. Helga var um tíma formaður Gleym mér ei og segir félagið skipta gríðarlegu máli fyrir fólk sem er í þeirri hörmulegu stöðu að missa barn en hér að neðan má sá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Helga lýsir þeim hjónum sem „excel skjali“ og þau skipulögðu allt í þaular þegar í ljós kom að þau ættu von á sínu fyrsta barni. „Meðgangan gengur bara ótrúlega vel og ég finn sama sem ekkert fyrir henni, kannski aðeins byrjunarerfileikar en ekkert óeðlilegt. Við vorum ótrúlega spennt og tókum myndir alveg í hverri viku, alltaf á sama stað svo við sáum breytinguna,“ segir Helga. Eftirvæntingin var mikil og hreiðurgerðin í fullum gangi. „Eins og ég er þá er ég mjög skipulögð og var búin að undirbúa allt og mér finnst mjög óþægilegt að gera allt á síðasta snúning. Á 34. viku er barnaherbergið tilbúið.“ Finnur ekki neitt Mánudaginn 25. júlí 2016 átti Helga tíma í hefðbundið mæðraeftirlit á heilsugæslunni. Hún var þá gengin 34 vikur og því einungis sex vikur í áætlaðan fæðingardag. Hún segir að kvöldið áður hafi hún fundið kröftugt spark frá Kormáki í móðurkviði. „Mæðraverndin gengur bara venjulega fyrir sig og svo í lokin ætlar hún að hlusta eftir hjartslætti og það gerist bara ekkert. Hún heldur að tækið sé bara batteríslaust og hleypur yfir og ætlar að ná í hitt tækið sem hún gerir. Hún finnur ekki neitt og ákveður að hringja niður á Landspítala og sendir okkur þangað til að skoða þetta betur. Helga og Björgvin fóru beint á Landspítalann. Hún segir að á leiðinni þangað hafi hún verið með mjög öran hjartslátt og fundið það á sér að það væri ekki allt með felldu. „Við komum og það er strax tekið á móti okkur og við förum beint inn í skoðunarherbergi. Hún skoðar og kemur og það er ekki neitt. Hún tilkynnir okkur þá, því miður það er enginn hjartsláttur. Mig grunaði þetta á leiðinni en þetta var ákveðin staðfesting og ég man að ég öskraði og hef held ég aldrei sýnt eins miklar tilfinningar.“ Kormákur kom í heiminn andvana. Eftir að þau fengu þessar erfiðu fréttir fór læknir farið yfir næstu skref með þeim „Næstu skref voru í raun bara að við fengum að velja hvenær við vildum fara í gangsetningu. Ég var einhvern veginn aldrei til staðar og leið eins og ég væri ekki inni í líkaman mínum og fylgdi bara flæðinu. Fyrir mér var þetta eðlilegur hlutur að ég væri að fara fæða barnið mitt og ég hugsaði einhvern veginn ekki þarna að ég væri að fara fæða hann dáinn. Maðurinn minn segir þarna, er ekki keisari í svona málum. Þá er okkur sagt að það sé best fyrir konuna og líkamann að fæða barnið eðlilega og best fyrir sorgarúrvinnsluna, sögðu þau.“ Lokuðu strax herberginu hans Þau ákváðu í sameiningu að fara í gangsetningu sem fyrst og fóru heim til þess að sækja þá hluti sem þau þurftu að hafa með sér. „Okkur fannst ótrúlega skrýtið að koma heim. Þó hann væri ekki fæddur, það var einhver tómleikatilfinning þegar þú labbaðir inn. Við lokuðum strax herberginu hans sem við vorum búin að gera tilbúið og vorum ekki alveg tilbúin að fara þangað inn.“ Á Landspítalanum tók svo við gangsetningarferlið. Foreldrar Helgu og Björgvins komu og voru með þeim í ferlinu. Ferlið tók rúman sólarhring. Hún segir að fæðingin hafi gengið hratt fyrir sig og Kormákur sonur þeirra fæddist andvana klukkan tíu á þriðjudagskvöldið. „Og þar annað kemur þessi tilfinning sem helltist yfir mig. Þetta er eins og venjuleg fæðing og hann kemur á bringuna á mér og þá varð þetta enn þá raunverulegra að hann væri dáinn. Þó að maður vissi að hann væri dáinn, þá kom aftur þessi yfir yfirþyrmandi sorg.“ Parið fór djúpt í sorgarferli eftir missinn. Í ár heldur Gleym mér ei styrktarfélag upp á tíu ára afmæli félagsins. Félagið er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Eitt af þeim verkefnum sem félagið hefur fjármagnað er að kaupa kælivöggur fyrir Landspítalann sem gera foreldrum barna sem hafa látist meiri tíma til að vera með barninu. Helga segir að eftir fæðingu Kormáks hafi þau fengið slíka vöggu á stofuna til sín. „Og það munaði ótrúlega miklu. Ég hugsaði það eftir á að hvað hefði gerst ef þessi vagga hefði ekki verið, þá hefði þurft að taka ann strax af okkur. Hann var með okkur um nóttina og síðan daginn eftir.“ Helga segir að þau hafi farið djúpt í sorgina eftir missinn. Þau tóku ákvörðun um að tilkynna vinum, vandamönnum og samstarfsfólki um missinn opinberlega til þess að forðast spurningar og að þau hafi alltaf talað opinskátt um barnsmissinn. Hún segir að á árum áður hafi missir sem þessi ekki verið viðurkenndur en að margt hafi breyst til hins betra. Hún segir að þau hafi mætt miklum skilningi og fengið mikinn stuðning hjá vinum og vandamönnum. Fólk mun segja heimskulega hluti „Það voru allir sem viðurkenndu þetta. Ljósmóðirin sagði við okkur áður en við fórum að fólk sé misjafnt og fólk mun segja allskonar heimskulega hluti, vitlausa hluti og við ættum ekki að taka það inn á okkur.“ Þau voru staðráðin í því eftir að Kormákur lést að reyna að eignast annað barn. Helga verður ófrísk frekar stuttu eftir að þau byrja að reyna á ný og hún segir að hún hafi upplifað mikinn kvíða á meðgöngunni og að hræðslan um að sagan myndi endurtaka sig hafi læðst aftan að henni. Dóttir Helgu og Björgvins kom í heiminn síðla árs 2017 og þau eignuðust svo dreng á síðasta ári. Helga var um tíma formaður Gleym mér ei og segir félagið skipta gríðarlegu máli fyrir fólk sem er í þeirri hörmulegu stöðu að missa barn en hér að neðan má sá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira